Morgunn


Morgunn - 01.12.1938, Side 111

Morgunn - 01.12.1938, Side 111
MORGUNN 235 Thompson. Eftir sex vikna rannsóknarstarf — miðilsfundi og margt annað — lýsti hann yfir þeirri .niðurstöðu sinni, að þessar kenn- ingar væru sannleikanum samkvæmar. Sunday Sun í Newcastle sendi út úrvalsmann, Maxwell Scott. Eftir óhemju-mikið starf í sex mánuði og ferðalög um landið þvert og endilangt taldi hann sig hafa fengið óhrekjandi rök fyrir þvi, að kenningar spíritista væru bygðar á hinum rammasta veruleika og vísindalega sannaðar. Þó að hann víti sumt í háttalagi spíritista (og undir þær ávítanir hafa blöð þeirra sjálfra tekið), t. d. að þeir láti óþroskaða miðla starfa á opinberum samkomum, meðal annars með því að gefa skygnilýsingar, sem mjög séu óákveðnar, þá er samt flutningur hans á máli spíritismans allur hinn skörulegasti og hefir vakið mikla athygli, jafnvel utan Englands. 011 verða blöð þessi vör við einn sameiginlegan árangur af greinunum, en það er stórkostlega aukin sala. T. d. jók Sunday Chronicle sölu sína gífurlega er það tók að birta greinar Barba- nells um spíritismann síðastliðið vor. Þetta er nú á Englandi. íslenzku blöðin aftur á móti leiða þessi mál að mestu leyti hjá sér. Þó er það vitanlegt öllum þeim, sem ekki steinsofa, að um ekkert efni er hér á landi almennari löngun eftir fræðslu. Ekkert mundi lesið með almennari athygli en skynsamlegar og rökfastar greinar um þessi mál, og i engu mundi blöðunum sjálfum meiri hagur. Af hverju stafar þá þögnin? Hugsanlegt er, að blöðin óttist, að umræður um þessi mál leiði út í erjur og illindi, vegna þess, hve ótamt Islendingum er að ræða mál með stillingu og rökum. Ef þessi hætta er veruleg, þá er þarna um vorkunnarmál að ræða, því nú þegar er alveg nóg í blöðunum af mannskemmandi illindum. En það væri ritstjórunum sjálfum að kenna, ef svona færi. Ekkert er þeim sjálfgefnara en að halda greinahöfundum innan viðeigandi takmarka. Þetta er því ekki af- sökun á hinu sauðarlega dauðamóki. Og minna má á það, að lang- glæsilegasta ritdeilan, sem háð hefir verið á íslandi, og ein sú allra-prúðmannlegasta, var einmitt um andleg mál. Eg á við dcilu þeirra Einars H. Kvarans og Sigurðar Nordals. Þar deildu tveir hámentaðir menn, báðir frábærir að vitsmunum, og hvorugur hugs- aði um annað en að skýra málið eins og það horfði við frá hans sjónarmiði. Af slíkum deilum getur ekki leitt nema gott eitt. Þær eru betur en flest annað til þess fallnar að menta þjóðina. En, „sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt“. Seint mun ofsofið. Það er kunnara en frá þurfi aö segja, að enda þótt bálfaramálið hafi — einkum vegna ófull- kominnar löggjafar — haft minni framgang á Englandi en í sum- um öðrum löndum, hefir það þó um langt skeið vart átt sér stað,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.