Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 111
MORGUNN
235
Thompson. Eftir sex vikna rannsóknarstarf — miðilsfundi og margt
annað — lýsti hann yfir þeirri .niðurstöðu sinni, að þessar kenn-
ingar væru sannleikanum samkvæmar. Sunday Sun í Newcastle
sendi út úrvalsmann, Maxwell Scott. Eftir óhemju-mikið starf í
sex mánuði og ferðalög um landið þvert og endilangt taldi hann
sig hafa fengið óhrekjandi rök fyrir þvi, að kenningar spíritista
væru bygðar á hinum rammasta veruleika og vísindalega sannaðar.
Þó að hann víti sumt í háttalagi spíritista (og undir þær ávítanir
hafa blöð þeirra sjálfra tekið), t. d. að þeir láti óþroskaða miðla
starfa á opinberum samkomum, meðal annars með því að gefa
skygnilýsingar, sem mjög séu óákveðnar, þá er samt flutningur
hans á máli spíritismans allur hinn skörulegasti og hefir vakið
mikla athygli, jafnvel utan Englands.
011 verða blöð þessi vör við einn sameiginlegan árangur af
greinunum, en það er stórkostlega aukin sala. T. d. jók Sunday
Chronicle sölu sína gífurlega er það tók að birta greinar Barba-
nells um spíritismann síðastliðið vor.
Þetta er nú á Englandi. íslenzku blöðin aftur á móti leiða
þessi mál að mestu leyti hjá sér. Þó er það vitanlegt öllum þeim,
sem ekki steinsofa, að um ekkert efni er hér á landi almennari
löngun eftir fræðslu. Ekkert mundi lesið með almennari athygli
en skynsamlegar og rökfastar greinar um þessi mál, og i engu
mundi blöðunum sjálfum meiri hagur. Af hverju stafar þá þögnin?
Hugsanlegt er, að blöðin óttist, að umræður um þessi mál leiði
út í erjur og illindi, vegna þess, hve ótamt Islendingum er að ræða
mál með stillingu og rökum. Ef þessi hætta er veruleg, þá er þarna
um vorkunnarmál að ræða, því nú þegar er alveg nóg í blöðunum af
mannskemmandi illindum. En það væri ritstjórunum sjálfum að
kenna, ef svona færi. Ekkert er þeim sjálfgefnara en að halda
greinahöfundum innan viðeigandi takmarka. Þetta er því ekki af-
sökun á hinu sauðarlega dauðamóki. Og minna má á það, að lang-
glæsilegasta ritdeilan, sem háð hefir verið á íslandi, og ein sú
allra-prúðmannlegasta, var einmitt um andleg mál. Eg á við dcilu
þeirra Einars H. Kvarans og Sigurðar Nordals. Þar deildu tveir
hámentaðir menn, báðir frábærir að vitsmunum, og hvorugur hugs-
aði um annað en að skýra málið eins og það horfði við frá hans
sjónarmiði. Af slíkum deilum getur ekki leitt nema gott eitt. Þær
eru betur en flest annað til þess fallnar að menta þjóðina.
En, „sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt“. Seint mun ofsofið.
Það er kunnara en frá þurfi aö segja, að enda
þótt bálfaramálið hafi — einkum vegna ófull-
kominnar löggjafar — haft minni framgang á Englandi en í sum-
um öðrum löndum, hefir það þó um langt skeið vart átt sér stað,