Morgunn - 01.12.1938, Side 112
236
MORGUNN
að merkir sálarrannsóknamenn eða miðlar, hafi verið jarðsettir
þar í landi. Þeir hafa yfirleitt gert ráðstafanir til að verða brennd-
ir. En nokkur ómur hefir borist til Englands af þeirri kenningu
franskra spíritista, að brensla geti bakað hinum framliðna ekki
all-litla þjáningu í svipinn. Þessi kenning er í sjálfri sér ekkert
heimskuleg, því eins og allir sálarrannsóknamenn og spírtitistar
vita, gerist aðskilnaður sálar og líkama sjaldnast í einni svipan,
en mjög mun það misjafnt, hve langan tíma hann tekur. Að öðrum
skilyrðum jöfnum mun hann gerast fljótara hjá þeim, sem glöggan
hafa skilning á hinu andlega eðli mannsins, heldur en hinum, sem
lifað hafa mjög jarðbundnu sálarlífi. Meðan honum er ekki að
fullu lokið er það í fylsta máta skiljanlegt að hinn andlegi líkami
(svo að eg noti orð ritningarinnar) hafi að einhverju leyti tilfinn-
ingu sína í hinum jarðneska líkama. Hinsvegar þarf vitaskuld ekki
að eyða orðum að þeirri hryllilegu kenningu, sem Einar H. Kvaran
svaraði með hyldýpi fyrirlitningar sinnar, að andlegi líkaminn sæki
sér kraft í rotnandi líkið í gröfinni. Þegar rotnunarmerki fara að
koma í ljós á líkinu, er það ekki að efa, að skilnaðurinn sé þegar
fullkomnaður.
Þetta mál hefir verið rætt nokkuð í enskum blöðum spíritista í
sumar, og undantekningarlaust eða því sem nær er niðurstaða
þeirra sú, að undir öllum kringumstæðum sé bálför sársaukalaus
þegar liðnir eru f jórir dagar frá andláti. Langoftast er hún það þá
vitanlega miklu fyr. í nýrri bók, One Step Higher (Einu þrepi
hærra. Verð 3/6), sem rituð hefir verið ósjálfrátt og hefir margan
merkilegan fróðleik að geyma, staðhæfir höfundurinn handan frá
hið sama.
Hugsanlegt er, að í okkar kaldara loftslagi geti sambandið hald-
ist lengur. En því hélt Haraldur Níelsson alveg afdráttarlaust fram,
að eftir sjö daga væri öll hugsanleg hætta útilokuð. Hann skildi
vel ástæðurnar fyrir skoðun spíritista á Frakklandi, þar sem lík
standa aðeins örstutt uppi.
Á meðal hins merkasta, sem í seinni tíð hefir verið lagt til
þessa máls, má telja viðtal, sem enski sálarrannsóknamaðurinn A.
W. Austen átti í sumar við stjórnanda eins af mestu miðlum Eng-
lendinga (sjá Psychic News, 30. júlí). Sagði þessi íbúi andaheims-
ins, að líkbrensla væri svo mikilsverð, að eftir sinni skoðun ætti
að lögbjóða hana. Væri þó synd að segja, að lögþvingun virðist
yfirleitt vera í miklu afhaldi hjá þeim, sem þangað eru komnir.
Ekki vildi hann gera neitt úr sársauka-hættunni; sagði, að ef svo
bæri undir, að bálför væri ákveðin áður en aðskilnaður væri af
sjálfu sér fullkomnaður, þá væri eftirlitið af þeirra hálfu svo ná-
kvæmt, að séð væri um að slíta þráðinn (sbr. Préd. 12. 6.) áður