Morgunn


Morgunn - 01.12.1938, Page 112

Morgunn - 01.12.1938, Page 112
236 MORGUNN að merkir sálarrannsóknamenn eða miðlar, hafi verið jarðsettir þar í landi. Þeir hafa yfirleitt gert ráðstafanir til að verða brennd- ir. En nokkur ómur hefir borist til Englands af þeirri kenningu franskra spíritista, að brensla geti bakað hinum framliðna ekki all-litla þjáningu í svipinn. Þessi kenning er í sjálfri sér ekkert heimskuleg, því eins og allir sálarrannsóknamenn og spírtitistar vita, gerist aðskilnaður sálar og líkama sjaldnast í einni svipan, en mjög mun það misjafnt, hve langan tíma hann tekur. Að öðrum skilyrðum jöfnum mun hann gerast fljótara hjá þeim, sem glöggan hafa skilning á hinu andlega eðli mannsins, heldur en hinum, sem lifað hafa mjög jarðbundnu sálarlífi. Meðan honum er ekki að fullu lokið er það í fylsta máta skiljanlegt að hinn andlegi líkami (svo að eg noti orð ritningarinnar) hafi að einhverju leyti tilfinn- ingu sína í hinum jarðneska líkama. Hinsvegar þarf vitaskuld ekki að eyða orðum að þeirri hryllilegu kenningu, sem Einar H. Kvaran svaraði með hyldýpi fyrirlitningar sinnar, að andlegi líkaminn sæki sér kraft í rotnandi líkið í gröfinni. Þegar rotnunarmerki fara að koma í ljós á líkinu, er það ekki að efa, að skilnaðurinn sé þegar fullkomnaður. Þetta mál hefir verið rætt nokkuð í enskum blöðum spíritista í sumar, og undantekningarlaust eða því sem nær er niðurstaða þeirra sú, að undir öllum kringumstæðum sé bálför sársaukalaus þegar liðnir eru f jórir dagar frá andláti. Langoftast er hún það þá vitanlega miklu fyr. í nýrri bók, One Step Higher (Einu þrepi hærra. Verð 3/6), sem rituð hefir verið ósjálfrátt og hefir margan merkilegan fróðleik að geyma, staðhæfir höfundurinn handan frá hið sama. Hugsanlegt er, að í okkar kaldara loftslagi geti sambandið hald- ist lengur. En því hélt Haraldur Níelsson alveg afdráttarlaust fram, að eftir sjö daga væri öll hugsanleg hætta útilokuð. Hann skildi vel ástæðurnar fyrir skoðun spíritista á Frakklandi, þar sem lík standa aðeins örstutt uppi. Á meðal hins merkasta, sem í seinni tíð hefir verið lagt til þessa máls, má telja viðtal, sem enski sálarrannsóknamaðurinn A. W. Austen átti í sumar við stjórnanda eins af mestu miðlum Eng- lendinga (sjá Psychic News, 30. júlí). Sagði þessi íbúi andaheims- ins, að líkbrensla væri svo mikilsverð, að eftir sinni skoðun ætti að lögbjóða hana. Væri þó synd að segja, að lögþvingun virðist yfirleitt vera í miklu afhaldi hjá þeim, sem þangað eru komnir. Ekki vildi hann gera neitt úr sársauka-hættunni; sagði, að ef svo bæri undir, að bálför væri ákveðin áður en aðskilnaður væri af sjálfu sér fullkomnaður, þá væri eftirlitið af þeirra hálfu svo ná- kvæmt, að séð væri um að slíta þráðinn (sbr. Préd. 12. 6.) áður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.