Morgunn - 01.06.1984, Blaðsíða 56
54
MORGUNN
ályktanir af fyrirbrigðunum, mynda sér sannfæringu
um, hvaðan þau stafi, hvernig á þeim standi.12>
Einar bætir því við að til þess að vera spíritisti verði
„menn fyrst og fremst að vera sannfærðir um, að fyrir-
brigðin stafi frá öndum“.13>
Spíritistar draga þá ályktun af fyrirbrigðunum, að
þau, að minnsta kosti oft, eigi aðeins stafi frá öndum,
eigi aðeins frá framliðnum mönnum, heldur einmitt
frá þeim framliðnu mönnum, sem fyrirbrigðin sjálf
benda á, að um sé að tefla. Þeir trúa því með öðrum
orðum, að unnt sé fyrir framliðna menn, undir ein-
hverjum þeim skilyrðum, sem menn vita ekki hver
eru, að gera mönnum í þessu lífi viðvart um tilveru
sína. Og þeir trú því jafnframt, að unnt sé fyrir menn
í þessu lífi, undir sérstökum skilyrðum, sem menn
þekkja ekki nema að mjög litlu leyti, að komast í
samband við þá framliðna menn, sem sjálfir hafa hug
á sambandi.14>
1 stuttru máli skilgreinir Einar spíritismann á eftirfar-
andi hátt:
Við orðið ,,spíritismi“ skil ég þá kenningu, og þá
hreyfingu, er sú kenning hefur vakið, að sannast hafi
með tilraunum, að mennirnir lifi eftir dauðann og að
unnt sé, þegar sérstök skilyrði eru fyrir hendi, að ná
vitundarsambandi við þá; og ,,spíritista“ nefni ég þá
menn, sem telja þá kenning rétta.ir'>
1 grein i Morgni árið 1933 segir Einar að honum finnist
aðalmarkmið „hinna sálrænu vísinda“ m.a. vera að leitast
við
/... / að afla oss lífsskoðunar, sem skýrir ekki að
eins tilgang þessa jarðneska lífs, heldur líka, hvers