Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Blaðsíða 33

Morgunn - 01.06.1984, Blaðsíða 33
UM GERVIVÍSINDI 31 nefnd yfirskilvitleg fyrirbæri í þeirri sannfæringu eða von, að þar leynist eitthvað, sem vert sé að rannsaka. Það er Þvi á nokkurri reynslu að byggja, þegar taka skal afstöðu til þess nú, hvort dularsálfræðin eigi fremur að teljast til vísinda en gervivísinda. Það eitt, að menn skuli enn vera að ræða þessa sömu spurningu eftir þrotlaust rannsóknarstarf í heila öld, kann að vera nokkur ábending um svarið. Ég efast um, að nokk- urt dæmi sé til um viðurkennda vísindagrein, sem hafi átt svo erfitt með að vinna sér álit. Hvað er það þá sem efa- semdamennirnir setja fyrir sig? 1 stuttu máli mætti svara þessu á eftirfarandi veg. 1. Dularsálfræðingum hefur ekki tekist, þrátt fyrir linnu- lausar tilraunir, að finna eitt einasta fyrirbæri sem unnt sé að sýna fram á við endurtekna tilraun, þannig að aðrir rannsóknarmenn geti gengið úr skugga um það. Þetta á jafnt við um hugsanaflutning (telepathy), fjarskynjun (clairvoyance), spádóma (precognition), hugarafl (psycho- kinesis), miðilsfyrirbæri eða nokkuð annað yfirskilvitlegt rannsóknarefni. Þetta vandamál er almennt viðurkennt af dularsálfræðingum,4) en mér vitanlega hefur enginn getað skýrt hvernig á þessu standi. Það er t.d. alls ekki nóg að segja, að hér sé verið að rannsaka fyrirbæri sem gerast einu sinni í tíma og ekki aftur. Slík fyrirbæri geta að sjálf- sögðu verið vísindalegt rannsóknarefni, og má þar sem dæmi nefna spurninguna um upphaf alheimsins. En niður- stöður dularsálfræðinga eru iðulega tölfræðilegs eðlis. Þeir kanna t.d. hve oft tiltekinn maður getur giskað á spil, sem hann ekki sér, eða haft áhrif á það, hvernig teningar lenda, sem kastað er af handahófi, og þar fram eftir götunum. En einhver sýnir sérstaka hæfileika í þessa átt, hvers vegna skyldi þá ekki vera hægt að endurtaka tilraunina aftur og aftur með svipuðum árangri eða a.m.k. einhverj- um árangri? 2. Dularsálfræðingum hefur ekki tekist að verða ásáttir um neinar ákveðnar kenningar til að skýra þau fyrirbæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.