Morgunn - 01.06.1984, Blaðsíða 69
HINN SÁLRÆNI GRUNDVÖLLUR . . .
67
Guðs. Ljós himnanna vitraði honum náttúruna, orsök og
lækningu þjáningarinnar.
Helgisagnir segja frá fæðingu hans, nærfellt 600 árum
fyrr en Kristur kom. Þær segja frá því, að meðan móðir
hans var þunguð af honum, hafi hún teygt sig upp til að
ná í trjágrein, en þá hafi tréð beygt sig niður að henni í til-
beiðslu. Þær segja frá freistingum Búddha í óbyggðunum.
Þær segja frá kraftaverkum hans og kenningu hans, þegar
hann gekk um, gerði gott og prédikaði vizku og samúð.
Þær segja frá síðustu máltíð hans og að þá hafi hann boðið
lærisveinum sínum að bera boðskap sinn öllum heimi.
Þegar fyrstu rómversk-kaþólsku kristniboðarnir mættu
munkum Búddha mörgum öldum síðar austur í Asiu, féllu
þeir í stafi, er þeir sáu, að Búddhamunkarnir voru eins
klæddir og sjálfir þeir, voru krúnurakaðir eins og sjálfir
þeir, notuðu bænafesti, líka talnabandi sjálfra þeirra, krupu
fyrir helgimyndum eins og sjálfir þeir, brenndu reykelsi,
sungu bænir við logandi kertaljós og sögðu frá páfa sínum,
Dalai Lama, sem kjörinn væri af Guði. Og þó undraði
kristniboðana allra mest það, að Búddhamunkarnir trúðu
á persónulega sáluhjálp og lögðu stund á andlega þjálfun
i þeim tilgangi, að geta orðið eitt með föður-móðursál al-
heimsins.
Nútíma Búddhatrúarmaður segir: „Guð er ekki til. En
þetta er aðeins nafn. Andlegt lögmál, leyndarrómsfulit og
háleitt, ber oss mennina að brjósti kærleika síns“. Búödha-
trúarmenn eru nú um 400 milijónir, og flestir þeirra virðast
sammála manninum, sem ég vitnaði til.
Hvar, í ailri þessari eldgömlu erfleifð mannkyns, finnum
vér stórkostlegri sönnun guðlegrar opinberunar en í trú-
arbrögðum Gyðinga? Heiðnir menn, engu síður en Gyðing-
ar, hafa laðast að furðuheimi hinnar hebresku Biblíu. Og
það, sem meira er, kristnir menn hljóta að trúa á hennar
heima, ailt frá því er englar birtust Abraham í Mamres-
lundi. Móse sá fingur Guðs rita á steininn og Samúel heyrði
himneska rödd. Fingur ósýnilegrar handar reit á hallar-