Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Blaðsíða 37

Morgunn - 01.06.1984, Blaðsíða 37
UM GERVIVÍSINDI 35 ist atburðunum. Athuganir dularsálfræðinga hafa leitt í Ijós, að viðkomandi unglingar eigi oft á tíðum við geðræn vandamál að stríða. Mun sú niðurstaða síst til þess fallin að draga úr tortryggni efasemdarmanna. Flestir munu viðurkenna, að stórlega hafi dregið úr reimleikum hér á landi eftir að raflýsing varð algeng. Þetta mun tæplega koma þeim á óvart, sem vantrúaðir eru á slík fyrirbæri, en hinir trúuðu verða að leita sér- stakra skýringa. Að endingu vildi ég minnast á atriði, sem margir telja skipta máli, þegar hið yfirskilvitlega er til umræðu. Menn segja sem svo: Vel má vera, að erfitt sé að finna nokkurt einstakt tilfelli, sem er algjörlega sannfærandi, en tilfellin eru svo mörg, að það hlýtur að vera einhver sannleiks- kjarni á bak við allt saman. Slík röksemdafærsla heyrist oft þegar fljúgandi furðuhlutir eru á dagskrá, og í raun- ínni svipar fljúgandi furðuhlutum um margt til fyrirbæra dularsálfræðinnar: Fjölda margir sjá fyrirbærin, sumt er hægt að skýra á eðlilegan hátt sem þekkt náttúrufyrirbæri, niissýningar eða blekkingar en alltaf verður eitthvað eftir sem óskýrt er. Þessar „eftirstöðvar" eru vissulega forvitni- legar, en fáir trúa því lengur, að þar eigi eftir að finnast lýkillínn að miklum vísindalegum uppgötvunum. Eftir nieira en 30 ára rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum ..hjakkar allt í sama farinu“, svo að notað sé orðalag rit- stjóra vors. Hvort sem um er að ræða fljúgandi furðuhluti eða fyrirbæri dularsálfræðinnar, er aðalspurningin þessi: Er þarna eitthvað, sem vert er að rannsaka? Bandaríski eðlisfræðingurinn John Archibald Wheeler svaraði þessu svo í ræðu sem hann hélt á ársfundi AAAS (American Association for the Advancement of Science) árið 1979, Þar sem hann hafnaði því algjörlega, að dularsálfræði væri vísindi: „Surely, where there is smoke there is fire? No, where there is so much smoke, there is smoke“.lx)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.