Morgunn - 01.06.1984, Blaðsíða 22
ÖRN FRIÐRIKSSON:
Ávarp flutt á afmælisfundi Sálarrann-
sóknafélags Suðurnesja 12. maí 1984
Ágæta samkoma!
15 ára afmæli er ekki alltaf tiiefni slíkrar samkomu sem
þessi er, en þar sem afmælisbarnið er áhugafélag fólks um
mikilvægasta málið, sálarrannsóknir, þá er fuil ástæða svo
ágæts fagnaðar sem hér er. Fyrir hönd SRFl færi ég af-
mælisbarninu Sálarrannsóknafélagi Suðurnesja, bestu
kveðjur og árnaðaróskir um farsælt starf framvegis sem
hingað til, og vil jafnframt tilkynna að félagið hefur ákveð-
ið að færa Sálarrannsóknafélagi Suðurnesja að gjöf eintak
af þeim árgöngum tímaritsins Morguns, sem til eru frá
upphafi. Saga sálarrannsókna i vísindalegum skilningi er
ekki löng og langt um minnst hefur krónum og aurum
verið varið til þeirra mála. En félög áhugafólks um sálar-
rannsóknir eru til víða um heim, eins og afmælisbarnið ber
vitni um. Þessi félög hafa unnið margvísleg verkefni á
sviði rannsókna, fræðslu og leiðbeininga. Starf þeirra var
undanfari þess að rannsóknir vísinda- og fræðimanna beind-
ust að einhverju marki inn á þessar brautir.
Með skipulegu rannsóknastarfi á sannleiksgildi yfirskil-
vitlegra (dulrænna) fyrirbæra og hæfileikum miðla, tókst
áhugafólki um sálarrannsóknir að sýna fram á, að þau
fyrirbæri gerðust og þeir hæfileikar væru til, sem ekki yrðu
skýrðir með ailri samanlagðri þekkingu raunvísindanna á
efnisheimi okkar. Og það sem f jöldi fólks vissi, en vísindin