Morgunn - 01.06.1984, Blaðsíða 25
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Fyrirhugaö er aö hafa fastan greinarflokk í blaöinu, sem
kallaöur veröur „Lesendur hafa oröiö“. Þar munu lesendur
geta komiö á framfæri reynslu sinni og eöa atburöum á því
sem kálla má dulrœn fyrirbrigöi. Einnig er vo^iast til aö
þetta veröi vettvangur fyrir lesendur til aö koma á fram-
fæi'i skoöunum sínum á efni blaösins. Ritstj.
Hafnarfirði, 3. apríl 1981.
Ég undirritaður hef verið slæmur í baki um þriggja ára
skeið og hef átt vont með að beygja mig og hefur bakverk-
urinn ágerst mjög síðustu mánuði. Ég hef orðið að hætta að
vinna. Verkurinn hefur verið það slæmur að ég hef orðið
máttlaus í fótunum og þá fallið niður á hnén og þurft
að vera þar á meðan ég jafnaði mig. 1 vinnunni voru
vinnufélagar mínir hjálplegir við erfiðustu verkin. Þegar
heim kom tók heitt bað og hitapoki við mér á hverjum
degi. Ég var orðinn nokkuð þreyttur á þessu og pantaði
tíma á Borgarspítalanum í myndatöku. Læknirinn fékk
mér meðul, pillur og aftur pillur. Einu sinni var ég fluttur
úr vinnunni inn á Borgarspítaia, svo slæmur var ég í það
skiptið. Ég var orðinn hálf hræddur við þetta, því að þess-
ar pillur sem iæknirinn fékk mér gögnuðu lítið sem
ekkert. Skyldfólk mitt var líka kvíðið út af þessum verk.
Ég gat stundum ekki klætt mig í sokkana, varð að velta
mér fram úr rúminu, fá hjálp til að klæða mig, svo stíft
var bakið orðið. Ég hringdi til læknisins, til að vitja um
myndirnar frá spítalanum. Jú, hann var búinn að fá þær