Morgunn - 01.06.1984, Side 37
UM GERVIVÍSINDI
35
ist atburðunum. Athuganir dularsálfræðinga hafa leitt í
Ijós, að viðkomandi unglingar eigi oft á tíðum við geðræn
vandamál að stríða. Mun sú niðurstaða síst til þess fallin
að draga úr tortryggni efasemdarmanna.
Flestir munu viðurkenna, að stórlega hafi dregið úr
reimleikum hér á landi eftir að raflýsing varð algeng.
Þetta mun tæplega koma þeim á óvart, sem vantrúaðir
eru á slík fyrirbæri, en hinir trúuðu verða að leita sér-
stakra skýringa.
Að endingu vildi ég minnast á atriði, sem margir telja
skipta máli, þegar hið yfirskilvitlega er til umræðu. Menn
segja sem svo: Vel má vera, að erfitt sé að finna nokkurt
einstakt tilfelli, sem er algjörlega sannfærandi, en tilfellin
eru svo mörg, að það hlýtur að vera einhver sannleiks-
kjarni á bak við allt saman. Slík röksemdafærsla heyrist
oft þegar fljúgandi furðuhlutir eru á dagskrá, og í raun-
ínni svipar fljúgandi furðuhlutum um margt til fyrirbæra
dularsálfræðinnar: Fjölda margir sjá fyrirbærin, sumt er
hægt að skýra á eðlilegan hátt sem þekkt náttúrufyrirbæri,
niissýningar eða blekkingar en alltaf verður eitthvað eftir
sem óskýrt er. Þessar „eftirstöðvar" eru vissulega forvitni-
legar, en fáir trúa því lengur, að þar eigi eftir að finnast
lýkillínn að miklum vísindalegum uppgötvunum. Eftir
nieira en 30 ára rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum
..hjakkar allt í sama farinu“, svo að notað sé orðalag rit-
stjóra vors. Hvort sem um er að ræða fljúgandi furðuhluti
eða fyrirbæri dularsálfræðinnar, er aðalspurningin þessi:
Er þarna eitthvað, sem vert er að rannsaka? Bandaríski
eðlisfræðingurinn John Archibald Wheeler svaraði þessu
svo í ræðu sem hann hélt á ársfundi AAAS (American
Association for the Advancement of Science) árið 1979,
Þar sem hann hafnaði því algjörlega, að dularsálfræði
væri vísindi:
„Surely, where there is smoke there is fire? No, where
there is so much smoke, there is smoke“.lx)