Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Síða 33

Morgunn - 01.06.1984, Síða 33
UM GERVIVÍSINDI 31 nefnd yfirskilvitleg fyrirbæri í þeirri sannfæringu eða von, að þar leynist eitthvað, sem vert sé að rannsaka. Það er Þvi á nokkurri reynslu að byggja, þegar taka skal afstöðu til þess nú, hvort dularsálfræðin eigi fremur að teljast til vísinda en gervivísinda. Það eitt, að menn skuli enn vera að ræða þessa sömu spurningu eftir þrotlaust rannsóknarstarf í heila öld, kann að vera nokkur ábending um svarið. Ég efast um, að nokk- urt dæmi sé til um viðurkennda vísindagrein, sem hafi átt svo erfitt með að vinna sér álit. Hvað er það þá sem efa- semdamennirnir setja fyrir sig? 1 stuttu máli mætti svara þessu á eftirfarandi veg. 1. Dularsálfræðingum hefur ekki tekist, þrátt fyrir linnu- lausar tilraunir, að finna eitt einasta fyrirbæri sem unnt sé að sýna fram á við endurtekna tilraun, þannig að aðrir rannsóknarmenn geti gengið úr skugga um það. Þetta á jafnt við um hugsanaflutning (telepathy), fjarskynjun (clairvoyance), spádóma (precognition), hugarafl (psycho- kinesis), miðilsfyrirbæri eða nokkuð annað yfirskilvitlegt rannsóknarefni. Þetta vandamál er almennt viðurkennt af dularsálfræðingum,4) en mér vitanlega hefur enginn getað skýrt hvernig á þessu standi. Það er t.d. alls ekki nóg að segja, að hér sé verið að rannsaka fyrirbæri sem gerast einu sinni í tíma og ekki aftur. Slík fyrirbæri geta að sjálf- sögðu verið vísindalegt rannsóknarefni, og má þar sem dæmi nefna spurninguna um upphaf alheimsins. En niður- stöður dularsálfræðinga eru iðulega tölfræðilegs eðlis. Þeir kanna t.d. hve oft tiltekinn maður getur giskað á spil, sem hann ekki sér, eða haft áhrif á það, hvernig teningar lenda, sem kastað er af handahófi, og þar fram eftir götunum. En einhver sýnir sérstaka hæfileika í þessa átt, hvers vegna skyldi þá ekki vera hægt að endurtaka tilraunina aftur og aftur með svipuðum árangri eða a.m.k. einhverj- um árangri? 2. Dularsálfræðingum hefur ekki tekist að verða ásáttir um neinar ákveðnar kenningar til að skýra þau fyrirbæri

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.