Morgunn - 01.12.1986, Síða 13
austurlenskri trúarbragðaheimspeki með sterkum áhrifum
frá hindúisma og búddatrú. Miðstöð alþjóðahreyfingarinn-
ar var sett upp í Adyar í Indlandi, nálægt Bombay.
Á síðari hlut 19. aldar óx samanburðartrúfræðinni fisk-
ur um hrygg, og þekking á öðrum trúarbrögðum jókst á
Vesturlöndum. Menn þóttust sjá, að innsti kjarni allra trú-
arbragða væri hinn sami. Á þessu vildi guðspekiféiagið
byggja og prédikaði, að með andlegri íhugun og þjálfun
væri hægt að afla þekkingar og vissu um innstu leyndar-
mál tilverunnar, þessa heims og annars, og guðspekin væri
nútíma búningur þeirrar þekkingar, sem til þyrfti að ná
fullkomnun og sameiningu við guðdóminn. Samkvæmt
þessu er tilgangur guðspekireglunnar þríþættur:
1. að mynda kjarna af allsherjar bræðralagi mannkyns-
ins, án tillits til kynstofns, trúar, kynferðis, stéttar eða
hörundslitar.
2. að hvetja menn til að leggja stund á samanburð trúar-
bragðanna, heimspeki og náttúruvísindi.
3. að rannsaka óskilin lögmál náttúrunnar og þau öfl, er
leynast með manninum.11
Guðshugmyndin er ídealistísk. Eðli tilvei’unnar og hinn
innsti kjarni alls er andlegur; guð er alls staðar og í öllu
nálægur. 1 alheimsfræði sinni (kosmólógíu) gerir guðspek-
in ráð fyrir því, að manneskjan þróist á ólíkum sviðum,
en gert er ráð fyrir ,,astralsviði“ eða andaheimi á svipaðan
hátt og spíritistar gera, og liggur það á milli jarðsviðsins
og hinna guðdómlegu sviða, en alls er reiknað með sjö
ólíkum sviðum eða stigum.2. Þessi heimspeki er náskyld
nýplatónskum hugmyndum, bæði hvað viðvikur heims-
myndinni og þekkingarfræðinni, en ekki verður hér farið
nánar út í það.13
H. Um guSspeki, ágrip íil leitSbeiningar. Prentv. Odds Björnssonar, Akur-
eyri 1913, bls. 13.
12. E. Briem, op.cit., bls. 80 og áfram.
13. Gunnar Aspelin, Filosofins historia, Studentlitteratur, Lund 1975, bls.
28 og áfram.
MORGUNN ]_ \