Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Síða 26

Morgunn - 01.12.1986, Síða 26
dæmið um, hvernig stjórnmálaskoðun og afstaða til spíritis- mans fóru saman á fyrsta áratug þessarar aldar. Þó má spyrja, hvort þessi afstaða eigi sér einhverjar ,,dýpri“ or- sakir félagssálfræðilegs eðlis. Hér skal sett fram sú tilgáta, að stjórnmálaósigur sá, sem valtýskan beið á fyrstu ár- um þessarar aldar, hafi gert leiðtoga hennar á Islandi ,,móttækilegri“ fyrir spiritismanum, vissunni fyrir því, að réttlæti væri þó til, og meira að segja örugg vissa fyrir því, að menn myndu að lokum uppskera eins og þeir hefðu til sáð. Valtýingar voru framfaramenn og trúðu á tækni- þróun og atvinnuuppbyggingu sem undirstöðu að pólitísku og menningarlegu sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Þeir höfðu unnið markvisst að því að taka við leiðtogahlut- verki í íslenskum þjóðmálum, og allar líkur bentu til að þeim mundi takast það vegna framsýni og dugnaðar og trúar á mátt sinn og megin. Þá gerist það, að pólitískir sviptivindar í Danmörku feykja „gaumgosanum“ Hannesi Hafstein, með stuðningi ósamstæðra og stefnulausra hópa innanlands, upp í ráðherrastólinn — stundum m. a. af gamla landshöfðingjavaldinu. Þetta var pólitískt siðleysi í þeirra augum og óskiljanlegt út frá réttlætishugmyndum þeirra. Skúli Thoroddsen velti þessu fyrir sér í Þjóöviljanum, einkum siðferði manna eins og ritstjóra Þjóðólfs: Græðgi stjómarliða, og löngun þeirra til að sitja einir að matborði stjórnarinnar, meðan þeir eru hér í hold- inu — um seinni tímann virðist minna hugsað; það sýn- ir rógurinn, lygarnar og hlutdrægnin, sem allt of víða gægist fram — er svo rik, að þeir gæta þess eigi, að þeir gera sjálfa sig að athlægi. .. .28 En spíritisminn og dultrúarhreyfingin almennt boðuðu ekki eingöngu það, að einstaklingurinn tæki afleiðingum gerða sinna í öðru lífi. Skúli tók sjálfur eftir því, að „það 28. Svipaða söguskoðun má sjá hjá Gunnari Karlssyni, Hugleiðingar um upphaf Heimastjórnarflokksins. 1 Mími IV, 2 1965; Þorsteinn Thor- arensen, Móralskir meistarar, Fjölvi, Rvik 1969. Sjá t. d. bls. 193 og áfram. 24 MORGUNN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.