Morgunn - 01.12.1986, Qupperneq 29
gáfu ofurmenna, þ. e. a. s. innblástur snillinga. Taldi hann,
að slíkir menn, sem bæru af öðrum í einhverju tilliti, hefðu
sérgáfu til að virkja krafta, sem byggju í dulvitundinni, og
tjá þá í búningi meðvitundarinnar. En hann taldi ekki hægt
að skýra sköpunargáfu og innsæi snillinga með tilvísun til
mannlegrar dulvitundar einnar, hér hlytu einnig að vera
æðri öfl að verki. Þetta taldi Myers einkum og sér í lagi
vera einkenni á dulspekingum og trúarbragðahöfundum,
en ætti einnig við, þegar um væri að ræða skáld, rithöfunda
og vísindamenn.5 6 Hann benti einnig á, að bænin (hug-
leiðsla) væri mikilvægt tæki til þess að greiða æðri öflum
leið að vitund mannsins.
Hér er komið mjög nærri rómantískum þankagangi um
gildi hins góða og fagra og um eðli hugsjóna og upptök í
hinu guðlega eða a. m. k. í því yfirmannlega. Það er í sjálfu
sér ekkert undarlegt, að menn, sem voru að gefast upp við
að halda raunsæisstefnunni til streitu í þjóðfélagi, sem ekki
átti yfir að ráða neinni hefð eða félagslegum grundvelli
fyrir þá hugmyndafræði, skyldu leita á vit slíkra hug-
mynda sem koma fram í bók Myers. Bókin er auk þess vel
skrifuð, með innsæi skáldsins og nákvæmni vísindamanns-
ins. Þessar hugmyndir voru heidur ekki svo fjarlægar við-
fangsefnum þeim, sem einkenndu íslenska heimspekihugs-
un, ef hægt er að tala um slíkt, hvort heldur á 19. eða 20.
öld. Má þar nefna höfunda eins og Björn Gunnlaugsson
(Njóla) og Brynjólf Jónsson frá Minnanúpi (Saga hugsun-
ar minnar). Rómantísk ,,guðspeki“ hefur og verið rauður
þi’áður í ljóðum þjóðskálda okkar eins og Bjarna Thoraren-
sens, Jónasar Hallgrímssonar, Gríms Thomsens, Steingríms
Thorsteinssonar, Matthíasar Jochumssonar og Einars
Benediktssonar.
'William James var allra þekktasti vísindamaðurinn, sem
sálarrannsóknamenn og spíritistar vitnuðu til. Hann var
Pi’ófessor við Havardháskólann í Bandaríkjunum, upphaf-
5. F.W.H. Myers op. cit., bls. 70 og áfram.
6. Ibid., bls. 219.
MORGUNN
27