Morgunn - 01.12.1986, Page 31
raun á öðrum stað til þess að fjalla um þetta hugtak, eins
og það birtist oftast í ræðum og ritum íslenskra spíritista.10
Hugmyndafrœði borgara- og millistéttar
Eins og bent var á í fyrsta hluta þessarar ritgerðar, varð
til stétt innlendra kaupmanna og stóratvinnurekenda á
fyrsta áratug þessarar aldar. Utanríkisviðskipti og sam-
band við útlönd var þó enn að miklu leyti um Kaupmanna-
höfn, en þetta breyttist í fyrri heimsstyrjöldinni, sérstak-
lega í kjölfar þess, að Islendingar tóku þessa málaflokka í
auknum mæli í sínar hendur og stofnuðu til sjálfstæðra
verslunarsambanda við önnur ríki, einkum Bretland og
Bandaríki Norður-Ameríku. Þessi þróun á efnahags- og
stjórnmálasviði, samfara vaxandi þéttbýlismyndun, hafi í
för með sér gjörbyltingu á islensku samfélagi. Aldagamlar
undirstöður og forsendur bændaþjóðfélagsins brustu, en
Reykjavík varð miðstöð hins nýja þjóðfélags. Þessar
grundvallarbreytingar birtust ekki síst í hinni „andlegu
yfirbyggingu", þ. e. a. s. trúarlífi þjóðarinnar. Sá þáttur,
sem hér er til umræðu, dultrúarhreyfingin, er eitt skýrasta
dæmið um þessa byltingu í andlegu lífi þjóðarinnar. 1
þessu ljósi verður að skoða hugmyndafræðilegan grund-
völl nýju stéttanna í Reykjavík og hlutverki dultrúarhreyf-
ingarinnar.
Stjórnmálaþróun áranna, sem hér um ræðir, sýnir það
best, hversu hugmyndafræðilegur grundvöllur þessara
stétta var óljós. Sem stjórnmálaafl gátu þær ekki skapað
sér eigin ímynd i krafti sameiginlegra hagsmuna eða skip-
að sér í einn stjórnmálaflokk. Að þessu leyti er annar ára-
tugur aldarinnar eins konar millibilsástand í íslenskri
stjórnmálasögu, ástand sem einkennir í raun fyrstu þrjá
áratugina meira eða minna. Sú tilgáta skal sett fram hér,
að á þessu tímabili hafi dultrúarhreyfingin gengt ákveðnu
hugmyndafræðilegu hlutverki fyrir borgara- og millistétt-
ina.
Það millibilsástand, sem einkennir þessar stéttir sér-
staklega, er, að þær voru þessi ár að brjóta af sér gamlar
morgunn oq