Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Side 34

Morgunn - 01.12.1986, Side 34
Hugmyndafræði dulspekinnar felst í því „að styðja sam- eiginlega viðleitni félaga til andlegs þroska og tímanlegrar velgengni“, og þessar nýju stefnur vildu efla anda kær- leika og bræðralags meðal félagsmanna. Ætla má, að í þessu andrúmslofti hafi þátttaka í félögunum stuðlað að því, að menn reyndu að kynnast sjónarmiðum og viðhorf- um hver annars. Einnig má ætla, að hún hafi aukið vilja þeirra til að leita sátta og málamiðlunar, er „félagsbróðir" átti í hlut. Leynd Frímúrarareglunnar og háleit markmið Guðspekifélagsins hafa án efa skapað jákvætt umhverfi að þessu leyti og þannig eflt samstöðu og samkennd inn á við. Þessi samstaða var á þjóðríkisgrundvelli (nationcd brotherhood), en um leið var hún einnig skilgreind í víðara samhengi. Þessir menn voru hluti af bræðralagi allra manna og Island viðurkennt meðal ríkja heims (universal brotherhood). Nýalisminn, sem kallaður hefur verið íslensk heimspeki, sameinar þessi tvö ólíku viðhorf, hlutverk Is- iendinga og íslenskrar menningar í alheiminum. Það var „bjart yfir alheimi" í augum hinnar nýju borg- ara- og millistéttar, og dulhyggjan varð henni skuggsjá yfir í gósenlandið, hið nýja ísland, virkjað tækni og vís- indum, með óendanlega þróunarmöguleika. f grein, sem birtist í Morgunblaðinu í október 1919, undir fyrirsögninni Vormerki íslensku þjóðarinnar, stendur eftirfarandi: Og mörg eru þau vormerki íslensku þjóðarinnar, með- an aðrar þjóðir víðs vegar á hnettinum hafa særst holund- arsárum. Verkföll, allskonar byltingar ytri og innri afla, uppþot og ofsóknir, styrjaldarhörmungar margvíslegar, hafa sundrað og eyðilagt framfarir fjölda þjóða og lamað þeirra lífstrú, meðan hér hafa vaxið þeir frjóangar, er síðar munu verða vegleg tré.... Mannsandinn krefst rétt- ar síns. Hann er sjálfur straumur, sem brýtur sér nýja farvegi. Þess vegna er farið að leika um okkur lífsloft nýrra skoðana og auðugri trúarhugsana. Þjóðin er farin 32 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.