Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Side 38

Morgunn - 01.12.1986, Side 38
kirkjusafnaðarins í Reykjavík, og spíritisminn kenndi sig við vísindi og starfaði sem fræðslustefna. Að lokum skulu hér nefndir þeir þrír megindrættir, sem mörkuðu þróun- ina og getið var um í fyrsta hluta ritgerðarinnar: 1. Kirkjan, þjóðfélagið og menningin voru áður örofa heild, en í lok 19. aldar tóku undirstöður þess að bresta, og menn urðu sér betur meðvitandi um, að þróunin stefndi í átt til aðgreiningar. Þetta var undirrót þeirr- ar skoðunar, sem tók að gera vart við sig í blöðum og tímaritum á áttunda áratug 19. aldar, að ófremdar- ástand ríkti í kirkju- og trúmálum. Þessari skoðun óx mjög fylgi frá því um 1880, og var hún um aldamótin útbreidd, jafnvel meðal almennings. KFUM og skyld félög vildu ráða bót á þessu með því að efla almenna vakningu á grundvelli kirkjulegra játninga og lúthersks rétttrúnaðar með áherslu á persónulegri trúarsann- færingu (afturhvarfi) einstaklingsins. Óframdar- ástandið stafaði samkvæmt þessu af því, að kirkjan var að vissa tökin á fólkinu. Spiritisminn og dultrúarhreyfingin settu trúarvit- und einstaklingsins í hásætið og kirkjukenningar og trúarsetningar varð að endurskoða, að svo miklu leyti sem þær brutu í bága við nýjustu þekkingu og vísindi. Ófremdarástandið stafaði samkvæmt þessari skoðun af því, að kirkjan hélt dauðahaldi í úrelta heims- mynd. 2. Félagslegur grundvöllur spíritismans og dulspekinnar var í upphafi hin nýja borgara- og millistétt, en fljót- lega var einnig til hreyfing, sem náði til almennings, þar sem spíritisminn varð eins konar alþýðutrú. Hug- myndafræðilegt gildi dulspekifélaganna fyrir borgara- stéttina var greinilegast á síðari hluta annars áratug- arins og í upphafi hins þriðja. Hinn félagslegi grund- völlur KFUM voru lægri stéttirnar. Fyrir unga drengi úr verkalýðsstétt varð KFUM hvati og möguleiki ('protestant ethic) til þess að komast áfram í samfélag- 36 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.