Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Side 41

Morgunn - 01.12.1986, Side 41
amlega orku og segulmagn. Ennfremur að kraftur og segulmagn geti blandast og að oi'ka geti færst frá einu áru- sviði til annars. Allt sé gegnsýrt af prana. Hvað sem hreyf- ist og lifir er tjáning eða birting prana, — prana sé tenging milli árusviðs (eter) og efnissviðs. Prana er séð sem teng- ing efnissviðsins við aðrar viddir í alheiminum. Stundum hafa menn reynt að setja fram gamlar kenn- ingar í nýjan búning sem henta betur nýjum tímum. Á nýlendutímum breta í byrjun aldarinnar gerði hópur lækna og annara vísindamanna yfirgripsmikla könnun í kenning- um Hindúa um prana og reyndi að setja í búning vísind- anna. Þeir lýstu prana sem orku í hverri frumu og að „prana flæðir um yfirborð tauganna með miklum hraða, prana streymi um allann líkamann og öll op á líkamanum, þ. a. m. svitaholur á húðinni. f heilbrigðum líkama flæðir prana út frá líkamanum og myndar hjúp umhverfis hann.“ Hópurinn fjallaði um mismunandi form prana „þar er til staðar stöðugt afl sem virðist þundinn uppbyggingu hverr- ar fi'umu og líffæri“ Samspil hinnar hi’öðu ,,pi’ana“ úr umhverfinu og hinnar stöðugu í líkamanum byggir upp heildina sem kölluð er eterorkulíkami mannsins“. Orkulíkaminn eins og hópur- inn skilgreindi hann náði frá hálfi'i til einnrar tommu út fyrir húð efnislíkamans og var lýst sem gráleitum hjúp á sífelldri hreyfingu, sem geislaði frá efnislíkamanum. Þessi kenning kemur víða við í eldri menningarsamfélögum. Egyptar kölluðu þessa orku ,Ka“. Forn-hebrear kölluðu þetta ,,Ruah“ eða anda lífsins, í Kína var það kallað ,,Chi“. 1 pólyneskri menningu Kyrrahafsins hét það „Mana“. Jafn- vel Hippocrates talaði um „Enomi’on“ (ósýnileg útgeislun) og velti fyrir sér hvort náttúrulegur líknarkraftur væri orka sem byggi innan allra lífvera og í loftinu sem þær önd- uðu að sér. Frá því á tímum hans (fjórðu öld f. K.) hefur sama hugmyndin birst í ýmsum myndum í vestrænni menningu. Því er rétt að rifja upp hinar gleymdu kenn- ingar sem skotið hafa upp kollinum. síðustu aldirnar á Vesturlöndum. MORGUNN 39

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.