Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Side 56

Morgunn - 01.12.1986, Side 56
í vanda ratað. Það er engum erfiðleikum bundið að lýsa persónulegu útliti manns, fötum, líkamslagi og þeim hlut- um sem hann hefur um sig. Tungumálið fullnægir um- fjöllun á hinu efnisþétta og heimi formanna. En þegar reyna á að koma til skila hugmynd um eiginleika hans, lunderni og eðli, þá er strax staðið frammi fyrir vanda- máli hins óþekkta, frammi fyrir þessum óskiljanlega óséða hluta, sem við skynjum, en heldur áfram að vera, í víðri merkingu, óbirt og jafnvel ekki skilinn af manninum sjálf- um. Hvernig eigum við þá að lýsa þessum hluta mannsins og heimsins með miðli hins talaða og ritaða máls? Ef þessu er þannig háttað með manninn, hversu mun meiri eru þá ekki erfiðleikarnir þegar að við leitum þess með orðum að tjá okkur um hina ótjáanlegu heildarút- komu alls, þá sem um hafa verið notuð orðin Andi, Sál og Líkami, til skýringar á skiptingu heildarinnar? Hvernig eigum við að skilgreina hið óskilgreinanlega líf sem menn hafa (til skilnings) takmarkað og aðgreint í þrjár eining- ar eða hliðar og kalla svo heildina Guð? Þó er sem þessi skipting Guðs í þrenningu sé alheims- leg og hefur verið notuð um ómunatíð, þar sem allar þjóðir að fornu og nýju hafa notað þessa sömu þrenningarskipt- ingu til tjáningar sínum huglæga skilningi þá er í því fólgið umboð og trygging til frekari túlkunar. Það að koma mun sá tími er við hugsum um og tjáum sannleikann á annan máta er réttilega ályktað, en gagn- vart hinum hugsandi meðalmanni dagsins í dag, merkja hugtökin Andi, Sál og Líkami alla birtingu guðdómsins, bæði guðdóm alheimsins og smáheimsins, þ. e. mannsins sjálfs. Þar að þessi ritgerð er ætluð hinum hugsandi manni en ekki hinum stöðnuðu guðfræðingum eða kenningahneigðu vísindamönnum, munum við nota þessa þekktu heitaskip- an og leitast við að skilja það sem staðið hefur að baki þeirra setninga sem að maðurinn hefur notað í þeirri til- ætlan sinni að útskýra sjálfan Guð, „Guð er Andi og þeir sem tilbiðja hann verða að tilbiðja hann í anda og sann- 54 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.