Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Page 60

Morgunn - 01.12.1986, Page 60
DAVID LDRIMER: UM SIÐFRÆÐI OG EÐLI MANNSINS Því hefur verið haldið fram að róttækar breytingar á gildismati tuttugustu aldar mannsins stafi af róttækum breytingum á skynjun hans; að það hvernig við lítum á heiminn og sjálf okkur hafi djúp áhrif á skoðanir okkar og atferli. I þessari grein ætla ég að fjalla um samhengi heims-invnda (þ. e. skoðana um Guð, manninn og náttúr- una) og siðfræði eða siðareglna. Eftir nokkrar stuttar athugasemdir mun ég taka fyrir hina kristilegu siðfræði, sem byggir á kenningum um umbun og refsingu, og síðan framkomu „mekanískra" viðhorfa og afleiðingar þeirra. Djúpsálarfræðin og nútíma eðlisfræði hafa aukið þekk- ingu okkar á sjálfum okkur og á heiminum og dregið úr áhrifum hinna vélrænu viðhorfa í veigamiklum atriðum. Ég mun taka fyrir reynslu við dyr dauðans (rdd) og bera niðurstöður vísindarannsókna saman við vitnisburð fram- liðinna. í ljós kemur að þessari reynslu svipar að nokkru leyti til mystiskra upplifunar og sameiginlega gefa þær tilefni til víðfemari skilgreiningar á sjálfinu og einstak- lingnum. Að lokum mun ég bera saman hugmyndir um andlega aðlöðun eftir dauðann og karma og tengsl þeirra við lausn og hugljómun. Langflestir menn eru þátttakendur í einhverju ríki, stofnun eða hópi þar sem þeir verða að fara eftir ákveðn- um reglum og fullnægja vissum skilyrðum, skilyrðum í 58 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.