Morgunn - 01.12.1986, Side 65
gervi samfélagslegra verðmæta losnar hinn takmarkaði
einstaklingur úr tengslum við takmarkanir sínar og verð-
ur ómennskur". Grimmdarverk hins pólitíska ofstækis-
manns renna stoðum undir sannleiksgildi þessara orða.
Hann er einungis að „framfylgja skipunum“. Djúpsálar-
fræðin hefur einnig tekið hina fornu kristnu kenningu um
erfðasyndina upp á sína arma í gervi hins svokallaða
„skugga“, hinnar ómeðvituðu illsku í manninum (sem
birtist greinilega í hinum pólitísku grimmdarverkum). Ein
stærsta hættan í sambandi við skuggann er að maðurinn
ber ekki kennsl á hann í sjálfum sér heldur varpar honum
út frá sér og yfir á óvini sína: „Herferðin gegn villu-
trúarmönnunum, hinum pólitísku andstæðingum, óvinum
þjóðarinnar er í raun réttri baráttan við trúarlegan efa
okkar, ótrygga stjórnmálalega stöðu okkar, einstrenginsleg
viðhorf þjóðar okkar“, segir Neumann. Gagnkvæmar ásak-
anir og tortryggni risaveldanna er gott dæmi um þetta;
bæði þykjast skynja hótunina sem fellst í vonskufullum
áformum hins án þess að gera sér grein fyrir ógninni sem
felst í vopnum þeirra sjálfra. Djúpsálarfræðin leggur ríka
áherslu á þroskun og siðferðilega ábyrgð einstaklingsins.
Horfast verður í augu við vonskuna í sjálfum sér og takast
á við hana en ekki varpa henni óvitandi út frá sér og yfir á
einhvern „óvin“ til að réttlæta eigin hroka og sjálfsbyrg-
ing. Vitundarþensla leiðir til víðtækari samúðar og sál-
rænn þroski og siðferðisvitund fara saman.
Nútímaeðlisfræði hefur hnekkt möi’gum tilgátum hins
vélræna skóla. Þannig hefur Skammtafræðin sýnt fram á að
orsakatengsl eru einungis gild þar sem stórar tölur eiga í
hlut: þau hverfa þegar komið er að innviðum atómsins.
Mörk tíma og rúms hafa gufað upp. Það er ekki lengur
hægt að greina athugandann frá kenningunni; þau eru af-
stæð og hvort öðru háð. Sýnt hefur verið fram á að efni
getur breytst í orku; það hagar sér stundum eins og ögn og
stundum eins og alda, allt eftir því hvernig er spurt. Bohm
hefur fært rök fyrir því að aðgreining sé einungis ytri-
sýnd, undir yfirborðinu ríki eining; það er alveg eins rök-
morgunn
63