Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Side 67

Morgunn - 01.12.1986, Side 67
ar.. Hin opinberandi augu gera hann að óskeikulum dóm- ara sjálfs sín. Hið eigingjarna, persónulega viðhorf yfirgef- ur hann. I fyrsta sinn ef til vill hér hann sjálfan sig ekki ein- ungis eins og aðrir sjá hann heldur eins og hið ópersónu- lega karma afl sér hann. Hann sér hvaða afleiðingu gerðir hans hafa haft fyrir aðra......Dómarinn er eins konar samviska sem sér ekki einungis afleiðingar athafna heldur einnig hugsana. Segir ekki Jesús að sá maður hafi drýgt hór, sem líti konu girndaraugum? Svo virðist að í dómun- um upplifi einstaklingurinn áhrif hugsana sinna og athafna á aðra, hvort heldur jákvæð eða neikvæð. Ábyrgð okkar er miklu meiri en við höfum ef til vill gert okkur grein fyrir. Nú erum við komin að eðli mystiskrar upplifunar sem margir rdd-menn hafa orðið fyrir. Þegar J. T. upplifði dóminn varð hún vör við annað Sjálf sem hún kallar „út- víkkaða ég-vitund eða vitund um aðra návist“. Áþekkar lýsingar er að finna hjá öðrum: „Mér fannst ég vera miðja alheimsins sem í senn var allstaðar“, „allan tímann, sem þetta ástand varði, virtist það óendanlegt. Það var hafið yfir tíma. Ég var óendanleg og fullkomin verund“. Til er útvíkkun sjálfsins og ég-vitundarinnar sem nær langt út yfir venjulegar hugmyndir okkar um pei’sónuleikann, upp- lifun óendanleika, eilífðar, elsku og friðar — fullkominnar einingar. Indverjinn kallar það upplifun Atman, hins guð- lega eðlisþáttar eða miðju okkar í sjálfinu. Eðlisfræðing- uiánn Schi’odinger kemst að áþekki’i niðurstöðu þegar hann talar um einn heim sambræddan úr hugrænni reynslu margra egóa: „Sameining mai’gi'a huga eða vitunda. Að- greining þeirra er einungis ytri sýnd, í sannleika er að- eins til einn hugur“. Eins og við sáum í sambandi við dóm- inn talar Paul Brunton hér um einstaklingsbundið Yfir- sjálf, hinn yfiregóiska stofn pei'sónuleikans. Yfii’sjálfið er hluti eða þáttur í alheimshuganum. „Hinn mystiski sam- einingai'punktur eða Yfirsjálfið er hástig meðvitaði’ar hlut- deildar hins endanlega sjálfs í fullkomnum veruleika. Það er brot af Guði, brot sem hefur allai’ eigindir og mikilleik MORGUNN 65

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.