Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Page 70

Morgunn - 01.12.1986, Page 70
LESENDABREF GIFTINGARHRINGURINN Fyrri hluta maímánaðar 1986 var starfandi hér á veg- um Sálarrannsóknarfélagsins ensk kona, Gladys Field- house, þekktur miðill í sínu heimalandi. Þessi kona hélt nokkra einkafundi í húsakynnum Sálarrannsóknarfélags- ins í Garðastræti. Þann 7. maí fékk ég fund hjá þessari konu, en auk mín var þar starfsmaður félagsins, Auður Hafsteinsdóttir, sem þýddi orð miðilsins jafnóðum, en sjálf- ur hef ég takmarkaða þekkingu á ensku máli. Það kom fljótlega í ljós, að þarna var margt fólk mér nákomið. Miðillinn sagði strax í upphafi, að þarna væru þrjár konur: ein af þeim væri konan mín, (Guðný M. Björnsdóttir d. 1953), vinkona hennar, sem dáið hefði úr krabbameini og móðir mín. 1 byrjun mundi ég ekki eftir þessari vinkonu Guðnýjar, en það rif jaðist þó upp fyrir mér síðar, að kona þessi væri Kristín Þórarinsdóttir kennari, en hún dó úr krabbameini í janúar 1958. Þá sagði miðillinn, að móðir mín væri að sýna sér sveitabæ, þar sem margt fólk væri í heimili, og að hún hefði þurft að baka mikið af brauðum og núna væri hún að hnoða brauð og bretti ermarnar upp fyrir olnboga. Allt var þetta rétt. Þá sagði miðillinn, að bræður mínir væru þarna, en ekki fékk ég neitt frekara samband við þá. Miðillinn sagði, að konan mín væri oft hjá okkur og kæmi oft til dóttur okkar og barnabarnanna, sem væru mjög efnileg. Hún lét þess getið, að drengirnir ættu eftir að verða lærdómsmenn. 68 MOHGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.