Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Side 80

Morgunn - 01.12.1986, Side 80
halda skyldi. Þetta mun hafa verið snemma vors, um páska- leytið. Þegar leið að kvöldi gerði vonskuveður með kafaldi. 2. Óvænt og furðuleg hjálp. — Sýn. ,Ég er stödd heima hjá mér og er að taka til í stofunni, þurrka ryk af hillum og skápum, ryksjúga gólfteppin o. fl. sem húshaldi tilheyrir. Allt í einu verður mér hugsað sterkt til drengjanna og ég er eins og knúin til að setjast niður í stól. Og um leið er ég horfin eitthvað upp í óbyggðir. ,Ég stend undir fjalli, og mér finnst að nálægt mér sé eins og mýrarfen eða e. t. v. einhverskonar leirflag, sem vera muni lint og laust undir fæti. lÉg sé þarna bíl, og ég sé að hann er fastur og hálfsokk- inn niður í aurinn, svo að hann kemst hvergi. Við hlið bílsins, sé ég tvo pilta og þekki, að annar þeirra er Sigurður, sonur minn. Þann þriðja sé ég ekki. Ég horfi á þetta litla stund. Allt í einu er eins og komi snörp vindkviða og bíllinn hendist upp úr leðjunni til hægri handar, og er þar með laus úr þessari for. Um leið er sýnin horfin og ég losna úr þessum dvaia. Ég varð þess nú fullviss með sjlfri mér, að drengimir hefðu átt í erfiðleikum, sem nú væru að baki, og hefði þeim borist hjálp, með einhverjum sérstæðum hætti. Ekki fylgdi þessari sýn minni neitt hugboð um það, hvar drengirnir væru staddir, enda skipti það í rauninni engu máli. Ég var því róleg og beið átekta. 3. Erfiðleikar drengjanna og hvernig kraftaverk varð til æð leysa vandann. Nú er að segja frá drengjunum, eftir því, sem siðar kom í ljós. Þeir höfðu ekið út úr bænum og endað upp í Jósefsdal, en það er lítill dalur og gróðurlaus, að austanverðu við Vífilsfell. Eftir að hafa gengið þarna nokkuð um komu þeir aftur 78 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.