Sjómaðurinn - 01.12.1943, Síða 23
S JÓMAÐURINN
5
sprengingarnar jafnari og vélin gekk nú undir
sjálfri sér um líma.
En þessi framför var lil lílils. Dag og nótt allt
árið 1894 vann Diesel mcð óþreytandi áhuga að
fullkomnun vélar sinnar. Allar mögulegar breyt-
ingar voru gíörðar, en fyrst í apríl 1895 fékkst
vélin til að framleiða afl, og enginn efi var á, að
liér var um mikla framför að ræða.
Á þessum tíma var Diesel að leita að nafni á
vél sína. Bela, Delta eða Exelsior komu til greina.
En til allrar hamingju, fyrir áeggjan konu sinnar,
ákvað hann að lála vélina hara lieita Dieselvél.
I júni 1895, tveimur árum eftir að fyrsta til-
raunin var gjörð, var afl vélarinnar reynt nieð
hemli. Eftir þeirri reynslu, sem þá fékkst, voru
tvær nýjar vélar byggðar.
Þessar vélar sýndu mikla olíueyðslu. Þetta lag-
aðist fyrst i janúar 1897, er vélin, sem tilraunin var
gerð með, sýndi 258 grömm á hestafls-tíma.
Þelta var mikil framför.
Diesel varð nú frægur í heimi vélamenningar-
innar fyrir sína nýuppfundnu vél; hann fékk heini-
boð frá vélafræðingum margar landa.
Diesel hafði fengið einkaleyfi í flestum menn-
ingarlöndum heimsins utan Þýzkalands. Margir
vildu kaupa leyfi til að byggja hina nýuppfundnu
sparsöniu vél, svo að miklir peningar streymdu
að Diesel á þessum tima. Frá U. S. A. komu milljún
mörk, frá Rússlandi átta hundruð þúsund. frá
Englandi og víðar og víðar komu miklir peningar.
Haustið 1898 alls um fimm milljónir marka. En
mesl af þessum peningum voru verðbréf.
Diesel stofnaði nú félag „Allgemeine Ceiell fúr
Dieselmótorin A. G. in Augsburg1' lil að sjá um
öll einkaleyfin, sölu og verzlun. Hann var stór
hlulhafi sjálfur, en fékk ef lil vill litla peninga í
höndurnar til að verzla með.
Erfiðleikarnir við að fá vélina til að ganga voru
nú að nqkkru leyti yfirunnir, en nýir og þeir ekki
betri spruttu nú upp í öllum áttum. Diesel var
hlaðinn störfum. Varð liann að ferðasl mikið ti!
að greiða úr óenclanlegum umkvörtunum sem
einkaleyfin höfðu í för með sér. Þetta varð til
þess að Diesel missli heilsuna, var veikur i sex
mánuði, og gat hans þvi ekki notið við, sem var
þó svo nauðsynlegt, meðan verið var að hyrja að
byggja fyrstu vélarnar í svo mörgum verksmiðjum.
Uppdrættir af Diesel-vélum lil margvíslegrar
notkunar höfðu verið gjörðir í Augsburg. En erf-
iðleikar á að halda vélunum í gangi voru miklir.
Diesel kom nú til að standa andspænis nýjum
óvini. Skemmdarstarfsemi „anti Diesel ]iarlies“
voru selt í gang í mörgum af vélsmiðjunum sem
hyggði mótorana., jafnvel í sjálfri Augshnrg. Sum-
um vélunum var skilað aftur, og nokkrar verk-
smiðjur sem höfðu hyrjað að smíða þær, gáfust
alveg upp við það. Kvartanir komu úr öllum átt-
um. Það var sagt, að Diesel hefði ekki getað séð
erfiðleikana fvrir fram og hann hefði ekki átt að
selja einkaleyfin fyrr en vél hans væri fullkomin.
I bókinni er talað um að þessar þrálátu kvart-
anir og erfiðleikar sem Diesel hafi átt við að stríða,
hafi haft mjög djúp áhrif á hann.
Eftir veikindin tók hann oft lítið tillil til heilsu
sinnar. Gekk hann þá hart fram þar sem erfið
leikarnir vorn mestir og fékk þá ofl mikið lagfært.
En erfiðleikarnir, sem sagt er frá, vildu ekki
minnka. Diesel hafði eignast hitra óvini, sem not
uðu hvert tækifæri sem bauðst lil að finna að og-
skapa honum og þeim, sem unnu að áhugamálum
hans, alla þá erfiðleika sem þeir gátu. Það var ofl
haft í hótunum við hann.
Mörg mál voru höfðuð gegn honum, þar sem
spursmálið var, hvort uppfunding Dieselvélanna
væri lians eign.
Dipsel hafði lagt fé í ýmis fyrirtæki, svo sem
vélsmiðjur til að hyggja Dieselvélar, olíulindir o.
fl. í þcssi fyrirtæki er sagt að hann hafi tapað
miklu fé, sem hafi valdið honum miklum erfið-
leikum. Er því sumstaðar haldið fram að Dicscl
hafi að síðustu verið kominn í fjárþröng, þó það
væri mjög útrúlegt, jafnmarga gciða og fjárhags-
lega sterka vini sem stóðu við hlið hans, enda
hefir það verið horið til baka af þeim sem vel
þekktu lil Diesels. En hvað sem rétt er í þvi, er
erfitt að liugsa sér að Diesel hafi þurft að efast
um getu sina til að ráða við þá erfiðleika er fyrir
lágu, jafn miklu sem hann hafði þcgar komið í
framkvæmd.
Þess er getið í bókinni, að allur kostnaður við
uppfunding Dieselvélarinnar, frá byrjun og þar
til i júní 1900 er reiknaður að hafa verið 413.335
ríkismörk. En það þykir hverfandi lítið móts við
það sem síðar hefir verið lagt fram lil tilrauna sem
gjörðar hafa verið bæði til að fullkomna el-
vélina, og til að framleiða nýjar vélatégunmr.
í mai 1902 höfðu 359 Dieselvélar verið smíðaðar,
sem framleiddu 12,307 hestöfl, svo hiigsanlegt var
að hið mikla erfiði sem útheimtisf við bygging
fvrstu vélanna yrði létt af Diesel að mestu leyti.
En þó er frá þvi sagt, að Diesel h'afi alltaf verið
fullur áhuga fyrir smíði og fullkoninun vélar sinn-
ar, og oft gengið nær likamskröftum sínum en
skvnsamlegt var.
4