Sjómaðurinn - 01.12.1943, Síða 25
S JÓM AÐURINN
Örn:
Af Eyrarbakka og út í Vog.
Af Eyrarbakka og úl í Vog,
er það mældur vegur,
álján þúsund áratog
áttatíu og fjegur.
ALLT er breytingum undirorpið lijá okkur.
Við, sem nú eruni milli fertugs og fimmtugs,
höfum, livað skipalcost áhrærir, lifað timana
tvenna, svo og þeir, sem eldri eru. Tími seglskip-
anna, kútteranna og stóru róðrarslcipanna, sem
tíðkuðust á Suðurlandi, er nú liðinn, — en timi
vélknúinna skipa og gjörólikra hátla kominn
þeirra í stað. Við höfum því iifað tímana tvenna.
Hinir yngri þekkja aftur á móti ekki til hins fvrri
tíma, nema af afspurn; væri þvi vel, ef meira væri
að því gjört, að skrá ýmislegt frá þeim tíma. Þvi
er þessi lilla ferðasaga sögð hér. .
AÐ var árla morguns, að mig minnir i byrjun
marz, eða ef lil vill litlu siðar, að við ýttum
róðrarskipinu Voninni úr vör á Eyrarbakka; við
skulum kalla skipið svo, þvi að miklar vonir voru
við það tengdar.
Guðmundur formaður setti stýrið fyrir. Tókst
það bæði fljótl og vel, eins og vera bar, og þó
var þelta fyrsta vertíðin, sem liann fyllti slíkt rúm,
og það í ókunnri veiðistöð. Skipið var mesta mynd-
arfleyta, að vísu ekki eins stór og skipin i Þor-
lákshöfn, ekki tíróið — heldur áttróið; en það
munaði nú minnstu. Ilitt skipti lílca meira máli,
að ski]iið var gott, smíðað af þekktum skipasmið,
Steini Jónssyni eða öðrum slíkum, vel bikað utan
og innan með valinni lirátjöru. Dýrindis útskorin
bitafjöl með fagurlega útskornu versi eða öðru
sliku, og segl í bezta lagi. Hvernig gat sliku skipi
annað en vegnað vel, með alkunnan glímumann
sem formann — dugnaðar- og reglumann í ofan-
álag. — Þannig bugsuðum við strákarnir.
Skipshöfnin að þessu sinni var nú ckki alveg
af hetri endanum, enda ekki von, því að i mesta
flaustri var lienni safnað saman og liún ætluð til
þessarar einu ferðar; leiðisferðar, eins og það var
lcallað. Hin eiginlega skipshöfn var víðsvegar og
hlutverlc olckar einungis það, að koma skipi og
útbúnaði til þess vers, er þvi var ætlað að stunda
veiðar frá.
Aðalmennirnir voru formaðurinn og bróðir
lians, mesti vaskleikamðaur og einnig formaður,
þrír menn aðrir heldur við aldur, karlar, eins og
við kölluðum þá, og við tveir, strákar um fermingu.
Þetta var hin mesta sjóferð, er við liöfðum farið
nokkru sinni og i oklcar augum hinn mesti frami,
ekki ólíkt því, að við hefðum verið að leggja af
stað i leit að Ameríku með Ivolumbusi. Þvi betur
sem. ferðin gekk, því fyrr komumst við heim og
gátum þá gjörl tillilýðilegan samanburð á sjó-
mennsku okkar og jafnaldranna, sem aldrei liöfðu
farið nema í Þorláksliöfn, en þangað mátti sjá mcð
'éigin augum. Um Selvoginn gegndi nú öðru máli,
þangað var nú ólíkt lengra og auk þess brimsund
inn að fara.
N7ið löggðum út og reruin duglega út Lónið vest-
ur úr „Ós“ og sem leið liggur vestur stórskipalegu,
framlijá Þvottakletti — án þess að líta á Hermanns-
gat eða Helluna, linykktum á og létum grána vel
á árinni, og svitinn spratt fram á enninu, því að
óspart var beill bakföllum, með tilheyrandi til-
burðum binna fullorðnu, sem. létu sér nokkru hæg-
ar við átökin. Skipið var hæfilega hlaðið og slcreið
drjúgan, undir árum gömlu karlanna og ungling-
anna. Og úl á sund var hrátt komið. Sundvarðan
og tréð voru að verða saman (yfir eitt) og nú
snarbevgði formaðurinn — lagði stýrið alveg í
liorð, með yirðuleika-svip og leit ýmist aftur eða
fram, allt eftir því sem við átti, að okkur fannst.
Við rerum nú úl sundið. Dálítil ylgja var, þó
ekki svo mikið, að boðar væru uppi. Þetta minnti
okkur ofurlítið á veruleikann, ckki frítt við að olck-
ur kitlaði svoiitið i magann i kringum naflann; en
livað uin það, á því mátti eldd bera, því hlutverki
sinu varð Iiver og einn að skila; aftur varð ekki
snúið.
Eg gleymdi því víst alveg, að er út á Lónið kom
var lesin sjóferðabæn. Enginn skyldi þó lialda að
það hafi tafið fyrir. Nei, formaðurinn, sem stýrði,
las, en allir tóku ofan og muldruðu með, jafn-
framt ]iví, sem þeir reru án þess að draga af. Að
bæninni lokinni voru liöfuðfötin sett upp að nýju
og ríkti nokkur þögn um stund, rétt eins og hver
og einn væri að njóta þess, scm haft var yfir.
Er út úr Sundinu kom, voru seglin sett upp,
stórsegl, aftursegl, klýfir og fokka — öllu tjaldað