Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Qupperneq 11
Ragnar Asgeirsson.
Pálmi Einarsson.
Páll Zóphóniasson.
mér komiÖ í hug, aÖ hægt væri að hafa
einhvern landbúnaðardag eða bænda-
dag hliðstæðan sjómannadeginum, sem
upp hefur verið tekinn. Samvinna okk-
ar við útvarpið hefur alltaf verið góð,
svo að mér þykir líklegt, að við getum
í framtíðinni aukið starfsemina, bæði
til skemmtunar og fróðleiks fyrir fólk-
ið, sem býr út um dreifðar byggðir.
— Hvert er aðalmál Búnaðarþings-
ins ?
— Það má segja að aðalmálið, og
mesta vandamálið sé verkafólkseklan
við landbúnaðinn, þar horfir ekki væn-
lega um þessar mundir. En um þetta
efni mun ég ræða í erindi mínu:
Astand og horíur. — Annars vil ég
geta þess, sem gleður mig og bendir á
áhuga fyrir ræktun landsins, þrátt fyrir
allt og allt: Aðsóknin að bændaskól-
unum er geysimikil, jafnvel meiri en að
alþýðuskólunum.
/s/enz/j \ornrœ\t.
Klemenz Kristjánsson tilraunastjóri
flytur erindi um kornræktina, Klemenz
hefur nú stundað kornræktartilraunir í
19 ár, fyrstu fjögur árin í Reykjavík, í
hinum svonefndu Aldamótagörðum,
en nú samfellt 15 ár á Sámsstöðum í
Fljótshlíð. Um og eftir aldamótin var
kornyrkja reynd hér á landi, en það
þótti ekki svara kostnaði. Nú er önnur
raunin á, segir Klemenz. — Korn hef-
ur þroskazt ágætlega, einkum bygg og
hafrar. Köldustu sumurin 1937 og 1940