Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Page 29

Útvarpstíðindi - 16.03.1942, Page 29
um eitthvað sérstaklega hugnæmt sé að ræ8a, og verða þá af dagskrártilkynningu morgundagsins. Væri það strax bót, ef hún væri lesin með seinni fréttum. — Um útvarpsflutninginn í vetur er það að segja, að mér finnst að mörgum aðallið- um hans hafi stórlega hnignað, og það frá síð- asta ári. Þó engu eins og kvöldvökunum og raunar líka þættinum um daginn og veginn, sem virðist vera allmjög að breytast í lakara horf. Einna beztur sem slíkur virtist mér þáttur Vil- hjálms S. Vilhjálmssonar blaðamanns, en al- aumastur allra þáttur Sveinbjörns Högnasonar í vetur. Einnig sakna ég mjög séra Sigurðar Einarsson- ar og erinda hans frá útlöndum. Þykir bæði mér og fleirum æði einkennilegt, hve snöggt og ger- samlega hann hvarf úr útvarpinu. Guðjón Jónsson, Tunguhálsi, Skagafirði. Framburður útlendra orða. I röddum hlust- enda hefur alloft verið drepið á réttmæti þess, að samræma framburð erlendra orða, sem fyrir koma í fréttum, t. d. beygja þau eftir íslenzkum beygingarreglum, eftir því sem við verður kom- ið. Nú hefur útvarpið tilkynnt, að það taki upp þessar breytingar og beygi Java — Jövu, Moskva — Moskvu, Malta — Möltu o. s. frv. ,,Um daginn og veginn<‘ mun hafa verið sá af dagskrárliðum útvarpsins, sem starfsmenn þess og hinir almennu hlustendur höfðu nán- asta samvinnu um. í gegnum þessa þætti voru sterkust persónuleg tengsl milli hlustendanna og útvarpsins. Að svo hefur verið sýna hin fjöl- *nörgu bréf og fyrirspurnir, sem lesin hafa verið opp eða rædd í þessum þáttum. Það var fjöldamargt, sem hlystendur langaði til að ræða um við útvarpið. E. t. v. voru það 1 deilumál, sem þurfti að fá útkljáð af æðra dómi, en hægt er að ná til í fljótu bragði og því lögð í gerð hjá útvarpinu. Stundum voru það heilabrot nni eitt eða annað, gróður jarðar, veðrið, lífið °g tilveruna. Islenzkir alþýðumenn eru flestir það, sem í daglegu máli er kallað ,,hugsándi nienn“. Eg minnist þess að hafa heyrt einhvern- t»nia, þegar talað var um ,,daginn og veginn“ í ntvarpinu, spurningar bónda nokkurs í sveit og þeilabrot hans um uppruna lífs og tilveru. Voru athugasemdir þessar svo eftirtektarverðar og í- þugular, að menn hlutu að staldra við til að þlusta eftir þeim. Mönnum, sem sumarlangan ^ag standa einir við orfið, getur margt hvarflað í hug, þótt ekki hafi þeir tíma né tækifæri til að bókfesta hugsanir sínar. Oft munu þær engu ómerkari en þeirra, sem hærra glymur í í útvarpinu. Ætti því að vera hinn mesti fengur í að fá einhverja mola, þótt ekki væru nema skynsamlegar spurningar frá slíkum mönnum, og okkur hlustendum gleðiefni að fá að spreyta okkur á sömu gátum, og fá að heyra álit þeirra manna, sem útvarpið lætur stíga í stólinn í það og það skiptið. Þá mætti í útvarpinu hefja umræður um ein- hver óljós eða umdeild atriði í sögu landsins, ræða um náttúru þess eða u. 1., finna upp á ýmsu nýju, sem varpað gæti skýrara ljósi yfir efnið. Ekki yrði því heldur illa tekið, ef lesnar væru upp kaflar úr athyglisverðum ritgerðum úr blöð- um og tímaritum, enda fjölluðu þær um ópóli- tísk efni, er ætla mætti að megin þorri lands- manna hefði áhuga á. Eins mætti vekja athygli á því, sem sérstaklega vel væri ritað í blöðin (sem því miður kemur of sjaldan fyrir að sé). Allt slíkt flytti útvarpið fljótar en póstarnir út um landið og það næði til fleiri eyrna. Vissulega væri óhentugt fyrir blöðin, að slíkt væri gert að staðaldri, en örsjaldan væri það ekki nema aug- lýsing fyrir þau. Auðvitað mætti ekki vera um ítarlega útdrætti að ræða. Stundum heyrast menn bölsótast yfir því, að þessir þættir séu ekki nógu skipulega samdir og allir í molum. Slíkt er firra ein. Hér eiga ekki að vera skipuleg erindi, heldur skraf og rabb á víð og dreif. Eg sé það á Röddum hlustenda, sem birzt hafa í Utvt., að það eru fleiri en ég, sem finnst •þessum þætti hafa farið aftur. Sumir menn eru nú þannig gerðir að þeim finnst öllu og öllum fara aftur. I þessum lið hefur í vetur og að und- anförnu verið flutt margt fróðlegt og skemmti- legt, en hitt er augljóst, að tengslin, sem útvarpið hafði áður við hlustendur gegnum bréfaviðskipt- in eru ekki lengur fyrir hendi og vel gæti ég trúað því, að útvarpinu bærist nú færra bréfa en áður var. Nú hafa útvarpsnotendur ekki annan vettvang fyrir hugleiðingar sínar, þakkir og að- finnslur en Otvarpstíðindi ein, og varla býst ég við því, xað það blað hafi rúm fyrir allt það, sem því berst af ,,röddum“. Vonandi fæ ég þó að sjá eitthvað af þessum þönkum mínum á prenti. Ekki nú meira að sinni. Or löngu bréfi að norðan frá E. E. ÚTVARPSTÍÐINDI 257

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.