Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 6
4(52 ÚTVARPSTÍÐINDT fræðimönnum þeim, í norrænum mál- um, er um það skrifuðu. T. d. segir prófessor W. P. Kers í London um verkið, að það sé „listaverk fært í nýjan listabúning eins vel (ef ekki betur) og nokkru skáldi hafi áður tekizt — ekki einu sinni H. Ibsen eða B. Björnson“. Formála fyrir íslenzku útgáfunni af „Gísla Súrsson" hefur Matthías Jochumsson skrifað, og segir hann þar m. a.: „Sturlungu og hennar öld skildi Miss Barmby svo vel, að ég ef- ast um, hvort ekki sé auðvelt að telja á fingrum sér þá menn á Norður-. löndum — meðtöldu íslandi —, sem skilja hana betur“. Á öðrum stað segir hann: „Mín sannfæring er sú, að hér sé lagt upp í hendur íslend- incja fyrirmynd, er sýni, hvernig sönnum listamanni ber að byggja, sjónarleik á fornsögum, þeim sem sjálfar eru listaverk.“ (Leturbr. höf.) Þá hefur Matthías og ort ágætt kvæði í minningu skáldkonunnar og er ein vísa þess svo: „Þú ljúfa Englands unga BEATRICE, þitt yndis-nafn mér sýnist leiðarstjarna, er lengi blítt mun lantíi voru skina; og birtast oss, svo listaveginn vísi, að vakni forna snilldin lands vors barna á hjarta vort vér mcrkjum minning þína". (Leturbr. höf.). Matthías hefur, eins og áður er( sagt, þýtt leikritið og er ekki umj verk snillingsins að deila. Hitt er svö annað, að sé ekki því betur með far- ið, getur málsnilld þýðandans misst marks, þar sem segja má, að um rýmað mál sé að ræða oft á tíðum, og þá á stundum notuð orð og orða- sambönd, sem nútímafólki kynni a'ðl reynast erfitt að átta sig á í fljótu bragði. Um þá hlið málsins er ekki! að sakast, því fonnsins vegna verðurí þýðingin einmitt sígilt verk til lestr- ar, þó síðra kunni að reynast til flutnings. Ekki hefur leikur þessi verið fluttur á íslenzku leiksviði, svo mér sé kunnugt, en hann var aftur á móti fluttur í útvarpinu fyrir nokkrum árum síðan, líklega 7—8 árum, og hafði þá Ingibjörg Steins- dóttir leikstjórnina með höndum. — Ekki er heldur við því að búast, að leikurinn verði, fyrst um sinn, leik- inn hér á leiksviði, því, þó að hann sé ekki nema í þremur þáttum, þá skiptast þættirnir í það mörg atriði ög þau örstutt sum, að eftir lauslega athugun taldist mér svo til, að svið- setning hans myndi kosta ein 12 mismunandi „leiksvið“ eða leiktjöld. Það, sem oft hefur verið tilgreint og talinn einn stærsti kostur leikrits- ins, er, hvað nákvæmlega höfundur- inn fylgi Gísla sögu Súrssonar, án þess þó að það skaði leikinn sem slíkan. Þetta er að vísu rétt, en þó ber þess að gæta, að höfundurinn hefur með öllu sleppt að láta draum- konur Gísla koma fram á sjónarsvið- ið, svo og lætur sig litlu skipta þann þunga straum örlagatrúar og duU speki, sem gengur eins og rauðiuv þráður í gegnum sögu Gísla og er látin þar valda þáttaskiptum í lífi; hans og baráttu fyrir tilverunni. Ekki fer heldur hjá því, að maður reki augun í allt það málskrúð, sem höf. leggur í munn þeirra Vésteins' og sérstaklega Gísla, þegar lýst er vináttu þeirra. Er ekki örgrannt um, að þar skjóti höf. yfir markið og verði málskrúðið full væmið á köfl- um og varla leggjandi í munn full-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.