Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 34

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 34
490 ÚTVARPSTÍÐINDI Hún lét börnin lijálpa sér viö að bera út ruslið, sem hún brenndi úti. Pálína kom tauinu fyrir á hag- kvæman hátt. Hún baðaði börnin og söng á meðan ,,Me, me, litla lamb“ og ,,Kvæðið um Þyrnirósu". Börnin klæddi hún í hrein föt. Svo bar hún kvöldmatinn á borð. Hún hafði lagt hvítan dúk á það, og börnin fengu munnþurkur. Þau borðuðu mikið af pönnukökum þeim, er Pálína hafði bakað. Lucy Marian sá fyrst til ferða föður síns, er hann kom heim. Hann staðnæmdist við dyrnar, sem voru opnar, og horfði forviða inn. Pálína frænka stóð hálfbogin við eldavélina og var að láta deig í ofninn. Það suðaði svo hátt í ný- fægðum katlinum, að hún hafði ekki heyrt fótatak Kens. En er hún leit fyrir andlitinu og hallaði sér að ís- upp, sá hún hann. Ken hélt hönd skápnum. Hann grét. Herðar hans gengu upp og niður. „Hvað gerði Pálína frænka svo?“ spurðum við. „Hún sagði rólega: Gott kvöld, Ken. Kvöldmaturinn er tilbúinn. Setztu. Börnin eru búin að borða. En ég geymi þinn mat í heitum ofninum. Það er bjúga og kartöflur. Teið verður til að augnabliki liðnu“. Svo giftust þau aftur og ólu upp öll börnin. Á meðan yngsta barnið var lítið, var Pálína heima. En hún jók tekjur heimilisins með tíma- kennslu. Þau áttu saman eitt barn í viðbót. Það var stúlka. Lucy Marian sagði, að Pálínu og Ken hefði aðeins einu sinni orðið sundurorða. Það var út af nafninu á litlu stúlkunni. Ken vildi láta hana heita Pálínu. En Pálína neitaði því. Hún kvað nafnið ljótt. Ken var ákveðinn að láta ekki undan í þessu efni. Hann mælti: „Nei, það er fegursta nafn í heimi. Hún skal heita Pálína, þó að allir mótmæltu því, og fjandinn sjálfur líka“. Og Pálína lét Ken ráða. Þegar yngstu börnin, Clem og Pálína litla, voru orðin skólaskyld, gerðist Pálína kennslukona aftur. Fjölskyldan komst sæmilega af með laun þeirra beggja, þó að hún væri átta manns. Þau réðu til sín vinnukonu til þess að létta á Pálínu. Þegar hún síðar kom í heimsókn til okkar, minntist hún ekki einu orði á allt þetta. Og enginn spurði hana neins, þessu viðvíkjandi. Hún var þess konar per- sóna, að menn lögðu ekki fyrir hana nærgöngular spurningar. Svo hætti fólk að tala um þau Pálínu og Ken. Og þegar börnin voru uppkomin, álitu flestir, að Pá- lína væri móðir þessara sex barna. Það var hún, strangt tekið, í raun og sannleika. * jóia óskum vér öllum viðskiptavin- um vorum. Daví'ö S. Jónsson & Co. Heildverzlun. Garðastræti 6.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.