Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 23

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 23
ÚTVAKPSTÍBINDI 479 fyrir landsteinana — en það vai? langur vegur í frá. Fulltrúinn sagð- ist ennfremur þurfa að fá vottorð frá gjaldeyris- og innflutningsnefnd um það, að ég hefði gjaldeyris- og fararleyfi, og loks þurfti hann að fá vottorð frá sakadómara um það, að ég væri tiltölulega heiðarlegur og væri hvorki á biðlista með gistingu að Hótel Litla-Hrauni né Skólavörðu- stíg 9. „Get ég fengið vottorð um, að þér séuð með öllum mjalla?“ spurði ég bæði undrandi og reiður. Fulltrúinn leit á mig bæði kulda- lega og hvasst, og ég sá, að ég hafði sagt eitthvað, sem ég hefði ekki átt að segja. „Hvenær farið þér?“ „Klukkan átta í fyrramálið", dæsti: ég, vonlaus og niðurbeygður. — Ég hafði margra ára reynslu gegnum blaðamennskuferil minn í því, að það var ómögulegt að ná í nokkurn þess- arra ágætu manna, borgarstjóra, tollstjóra, gjaldeyrisnefnd og saka- dómara, þegar maður þurfti á þeim að halda. Þeir eru þeirri ágætu gáfu gæddir, að finna á sér, hvenær mað- ur þarf að njóta aðstoðar þeirra eða hjálpar — og vera þá ekki við. —< Þetta þýddi hálfs árs bið á för minni til Khafnar og Stokkhólms — og ég, sem ætlaði daginn eftir. „Þér verðið að koma með þessi; vottorð hingað á skrifstofuna fyrir klukkan 8 í dag; þá getið þér fengiði passann áður en við lokum“, sagði lögreglufulltrúinn í einbeittum skip- unartón. Drottinn minn dýri! Ég örmagn- aðist af skelfingu. Borgarstjóri, toll- stjóri, viðskiptaráð, gjaldeyrisyfir- völd, sakadómari! Allt snerist þetta Höfn í Hornafiröi. í einum brimsöltum hafragraut fyr- ir hugskotssjónum mínum. Og ég sem hélt, að ég væri frjáls maður í frjálsu landi — ungu lýðveldi meði frjálslyndri löggjöf. Hvernig fer fólk yfirleitt að því að ferðast? Mér var það a. m. k. Ijóst, að það kemst enginn heiðar- legur maður út fyrir pollinn. En hvaða klækjum beita þá allir þessir óheiðarlegu ferðalangar, sem ferð- ast heimsálfanna milli, án nokkurra hafta eða erfiðleika? Þetta var sú stóra spurning, sem ég glímdi við í vitstola, innri baráttu, á meðan ég stóð fyrir framan borð fulltrúans á lögreglustöðinni. Eins og heiðskírt loft úr þjófi konu lausnin á þessari ráðgátu. „Ég er áhöfn“, sagði ég. ,,Áhöfn!“ át fulltrúinn eftir. „Nú, þá skiptir þetta nokkuð öðru máli. Hvaða starfa hafið þér á flugvél- inni?“

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.