Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 11
ÚTYARPSTÍÐINDI 467 ið, og prentuð voru um 5 þúsund ein- tök af því um það leyti sem ég hætti. — Að sumu leyti þótt mér starfið skemmtilegt, en það var oft erfitt. Þetta reyndist of mikið starf fyrir einn mann. Það var þó ekki fyrst og fremst af þeim ástæðum, sem égl hætti við blaðið, heldur vegna sér- istakra örðugleika í samvinnu við út- varpið, sem þreyttu mig meir og meir og ukust í æ ríkari mæli eftir því sem á leið. Ástæðan 'fyrir því að ég! hætti var blátt áfram sú, að mér: virtist einn af starfsmönnum út- varpsins torvelda, og að sumu leyti gera mér ómögulegt, að láta blaðið verða að þeim notum, sem ég ætlað- ist til. Þessi niaður var skrifstofu- stjóri útvarpsráðs, Helgi Hjörvar. Ég vil skjóta því hér inn í, að ég segi þetta ekki af persónulegri óvild til skrifstofustjórans, því að eins og jnargir aðrir, dáist ég að ýmsum hæfileikum hans. Hann hefur glæsi- lega hæfileika sem upplesari og fyr- irlesari. Hann er mjög góður við' míkrófóninn. Þar nýtur hann sín sem listamaður. En reynsla mín af honum sem dagskrárstjóra er afleit. Ég leit þó ekki svo á, að hann eyði- legði starf mitt af beinum illvilja, heldur virtist mér, að hann með smá- vægilegum dutlungum sínum og væri að eyðileggja það verk, sem ég lagði á mig til að vinna sem bezt — trassaskap í starfi — og starfsleysi, og sem ég hafði trú á að væri gagn að“. — Hvernig var þessu háttað? „Útvarpsráð hafði hvað eftir ann- að samþykkt, að semja dagskrána með löngum fyrirvara, meðal annars til þess að hlustendur gætu fengið! hana í Útvarpstíðindum og valið og hafnað útvarpsefni eftir því. Það kemur til dæmis oft fyrir, að menn ákveða með dálitlum fyrirvara, hvernig þeir verji kvöldstundum sín- um, eftir því hvað útvarpið hefuii upp á að bjóða. En það geta menn því aðeins gert ef þeim berst í tæka: tíð dagskráin í blaðinu. Ég byggði ái þessari ákvörðun útvarpsráðs, sem jég veit ekki betur en að fylgt sé alls staðar í heiminum nema hér. Ég gerði mér, eins og gefur að skilja, mikið far um að láta blaðið koma út reglulega, og með nægum fyrirvaraj til þess að það gæti borizt út um di’eifbýlið nægilega snemma, en ein- mitt — í dreifbýlinu — hefur blaðið alltaf átt mestum vinsældum að, fagna. En svo varð reynslan oftast sú, að ég gekk margar ferðir bónleið- ur til búðar skrifstofustjórans. —< Stundum fékk ég að vísu loforð um að fá dagskrána nógu tímanlega, svo ,að hún gæti komizt í blaðið og ég gæti gert henni einhver skil, en þetta voru næstum því undantekningar, ef við þau loforð var staðið. Það var of seint að fá dagskrána um sama leyti og blaðið átti að koma út. Það var kannske hægt að smeygja henni sjálfri inn, en útilokað að gera henni nokkur skil. Ég held, að núverandi skrifstofustjóri útvarpsráðs sé ekki á réttri hillu. Hann ætti að sinna öðru — þar sem hann gæti notið sinna sérstöku hæfileika. — Reynduð þér ekki að hafa bein áhrif á dagskrána? „Jú, ég talaði oft við menn, sem áttu sæti í útvarpsráði um dagskrár- efni, sem ég hafði áhuga á, og studd- ist þar stundum við álit sem fram hafði komið í bréfum frá hlustend- um, en ég minnist þess ekki, að Út-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.