Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 31

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 31
ÚTVARPSTÍÐINDI 487 son og Ragnar Árnason? — Fréttaflutn- ingurinn nú um sinn (um miðjan nóv- ember) er svo lélegur, að óhugsandi er, að slíkt verði liðið til lengdar. Það verð- ur alltaf að taka það með í reikninginn, að útvarpstæki manna eru allmisjöfn og verður að taka tillit til þess. Framsögn þeirra manna, sem ekki hafa sæmilega „fullan“ málróm vill þá oft verða að lítt skiljanlegu muldri, sem ekki er hægt að hafa neitt gagn af. Dr. Broddi og Baldur Bjarnason mættu koma oftar í útvarpið en þeir gera. Sigurður Bjarnason var á'gætur síðast, þegar hann talaði um dag- inn og veginn; hann liefur mjög áheyri- legan útvarpsmálróm, ef svo mætti að orði kveða. Bjarni Ásgeirsson, Gunnar Ben. og nokkrir aðrir mættu einnig oft- ar láta til sín heyra en verið hefur. Og svo er um ýmsa fleiri. En svo eru aðrir, sem koma fram í útvarpinu, sem virðast hafa fulla þörf fyrir einhverja tilsögn, áður en þeir fara að hljóðnemanum, ef það gæti orðið til þess að þeir töluðu skilmerkilegar og drægju úr óþarfa blæstri og bægslagangi. — Það virðist nefnilega svo, að nú sé ekki eins mikil áherzla lögð á sæmilega framsögn og áð- ur var, og virðist slikt vera hvorttveggja í senn: óþarft og vítavert. DAGUR OG VEGUR — UTAN AF LANDI. Siguröur skrifar: „Fyrir nokkru var fluttur í þættinum „Dagurinn og vegur- inn“ pistill frá hónda norður í Þingeyj- arsýslu. Hann var ekki myrkur í máli, maðurinn sá, og þó að maður kunni að vera ósammála mörgu af því, sem hann sagði, þá er ekki annað hægt að segja en að það liafi verið hressandi, að hlusta á liann. En í samhandi við þetta, datt mér í liug, að það væri mjög æskilegt, cf fleiri menn, sem búa utan Reykjavíkur, sendu útvarpinu pistil um daginn og veginn, og fengju hann lesinn af ein- hverjum góðum upplesara. Það gæti gert þennan þátt enn fjölbreyttari, en þetta er einn elzti þátturinn í útvarpinu, og að því er ég liygg einn liinn vinsælasti. Ég hygg, að skrifstofu útvarpsráðs væri ein- Nýtt happdrættisldn RÍKISSJÓÐUR liefur nýlega boðið út nýtt 15 milljóna króna happdrættislán, og verður fénu varið til greiðslna á lausaskuldum rikisins við Landsbankann út af margskonar nauðsynja framkvæmd- um, og til þess að stuðla að aukinni sparisjóðssöfnun. Þarf varla að efa, að hréf þessi verði mikið keypt til jólagjafa. Sala hinna nýju skuldabréfa liófst 6. desember og er miðað að því að selja öll bréfin fyrir 15. janúar næstkomandi, en þá verður fyrst dregið um vinninga bréf- anna. Happdrættislán þetta er með sama sniði og liið fyrra, sem boðið var út í haust, en eins og kunnugt er, seldust öll skuldabréfin þá upp á einum mánuði. Hvert skuldabréf í nýja láninu er að uppliæð 100 krónur, og eru vinningarnir hverju sinni 401, samtals 375 þúsund krónur, liæsti vinningur er 75.000 krón- ur. Vinningarnir eru undanþegnir öllum opinberum gjöldum nema eignaskatti. Skuldabréfin eru gefin út til 15 ára og verður því dregið um þau 30 sinnum, og verða vinningarnir því samtals 13.830 krónur, og kemur því vinningur næstum á tiunda livert skuldabréf. Sölu bréfanna annast allir bankar og sparisjóðir, sýslumenn, bæjarfógetar og lögreglustjórar, innlánsdeildir kaupfé- laga, pósthús, ýmsir verðbréfasalar og í sveitum flestir hreppstjórar. Kunnugt er, að mikið af fyrri happ- drættisbréfunum voru keypt til gjafa, og svo mun einnig verða með þessi, ekki sízt nú fyrir jólin, enda má segja, að varla sé hægt að gefa öllu nytsamari gjafir. mitt kærkomið að fá slika þætti frá sem flestum, en vitanlega verða menn að gera ráð fyrir því, að þættir þeirra finni ekki náð fyrir augum gagnrýnendanna. Það er alltaf undir hælinn lagt. Ég vænti þess, að Útvarpstíðindi komi þessari bendingu minni áleiðis. i

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.