Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 19
Viðar]
ÞÁTTUR ÚR SÖGU REYKHOLTS
17
hæg og grasgefin og þurfti presturinn ekkert að gjalda
eftir hana. Fram til 1808 var Reykholtssókn ein, en þegar
Húsafell lagðist niður sem prestsetur, féll Stóraássókn
undir Reykholt. Eftir það lágu þessar jarðir undir Reyk-
holtskirkju: Húsafell, Hraunsás, Hofsstaðir, Norðurreykir,
Breiðabólsstaðir, Grímsstaðir, Hægindi, Kópareykir, Kjal-
vararstaðir og hálfir Hrísar. Og þessu til viðbótar prest-
mata af Stóraási.
Af öllum þessum jörðum var samanlagt afgjald því sem
næst 600 pund smjörs og 30 sauðir fullorðnir. Þar við
bættust margar kvaðir og hlunnindi og skal hér getið hinna
helztu. í Reykholts- og Stóraássóknum voru þá 45 jarðir,
en bændur oftast yfir 50. Guldu þeir hinn svokallaða hey-
toll með lambsfóðri. Heytollinn varð hver bóndi að gjalda,
sem grasnyt hafði, að undanteknum útkirkjubændum, sem
undanþegnir voru heytolli, af því að þeir fóðruðu reið-
hesta prestsins á messudögum. Hér við bættist eitt og
annað: tíund, offur og dagsverk. Offur guldu sjálfseigna-
bændur, en dagsverk þeir, sem voru í öreigatíund, en svo
var það kallað, ef þeir gátu ekki talið fram fénað til
fimm hundraða, en í hundrað voru lagðar sex ær að vor-
lagi eða ein tímabær kýr. Dagsverkið virtist vera óréttlát-
asta kvcðin, af því að það kom niður á bláfátækum ein-
yrkjum. Um túnaslátt urðu þeir að inna dagsverkið af
hendi með því að fara heim á prestsetrið og slá þar einn
dag. Sumum útkjálkabrauðum fylgdu mörg dagsverk, þar
sem bændur áttu lítinn fénað. Hér í Reykholti voru dags-
verkin að jafnaði fá og í góðum árum engin. Það heyrði
ég líka fátækan bónda segja, að til þess að losast við ör-
eigatíund teldi hann fram dálítið fleiri fénað en hann
átti. Það var aftur á móti mjög ríkur ósiður hjá betri
bændum að draga fénað undan tíund. Það er því ekkert
að marka fénaðartölur landsmanna frá eldri tímum, sem
byggist á framtalsskýrslum. Þá eru mörg hlunnindi Reyk-
holts enn ótalin, svo sem ítak í laxveiði í Grímsá, selstöð
við Reyðarvatn, selstöð á Kjarrardal, skógarhögg eftir
2