Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 112
110
LAUGARVATNSSKÓLI
[Viðar
aranna flytji erindi í það og það skiptið. Tilbreytni vekur þessi þáttur
og nýtur vinsælda fróðleiksfúsra tilheyrenda.
Félagslíf.
Skólafélagið starfaði með svipuðu fyrirkomulagi og áður. Pormaður
þess árið 1939—40 var Valdimar Jónsson frá Hallgilsstöðum í Eyja-
firði, en 1940—41 Jón Eiríksson frá Vorsabæ á Skeiðum í Árnessýslu.
Á formanni mæða ýmis aukastörf. Er mikils um vert, að hann leysi
þau af hendi samvizkusamlega og myndarlega. Báðir þessir piltar
gjörðu sitt allra bezta í þessum sökum og voru þeir í vinsamlegu
samstarfi um félagsmál bæði við skólastjóra, kennara og nemendur.
í hlut formanns fellur það m. a. að flytja ræðu á aðalskemmtun
skólans 1. desember. Á föstudögum hálfsmánaðarlega eru fundir
haldnir í skólafélaginu. Er þá venjulega tekið fyrir eitt aðalmál til
umræðu og flytur framsögumaður skrifaða ræðu. Hún er oft vönduð.
En verr gengur nemendum oft og einatt að ræða málin skipulega að
framsöguræðu lokinni og fáir nemendur hlutfallslega þátttakendur
í umræðum.
Skólablaðið er lesið upp á hverjum fundi. Ritstjóri þess árið
1939— 40 var Björgvin Ólafsson frá Efriey í V.-Skaftafellssýslu, en
1940— 41 Kjartan Bjarnason frá Nethömrum í Ámessýslu. Báðir pilt-
arnir sýndu smekkvísi og árvekni í þessu starfi. Ekki er þó svo að
skilja, að allt, er birtist 1 skólablaðinu, hafi verið ritað eins vel og
æskilegt væri, en þegar bezt tókst til, var í því að finna meginkjarna
þess, er fram kom á skólafélagsfundum og margt var þar laglega
framsett. — En í skrifuðum gamanþáttum sínum missa höfundar þeirra
oft marks. Geta þeir jafnvel snúizt upp í áreitni við vissa félaga. En
ekki er skólablaðið óvirt með þess konar rubbi, þótt upp sé lesið á
fundum, heldur er því komið fyrir kattamef. Fundir voru mjög vel
sóttir. Sátu stúlkur flestar eð'a allar með handavinnu, meðan fundir
stóðu yfir.
Stjórn skólafélagsins hefur framkvæmdir með dansleikjum innan
skólans. Tilnefnir formaður nemendur í hvert skipti til rýmingar og
hreingjömingar á salnum o. s. frv.
Úr sjóði skólafélagsins er greitt harmónikuleikurum, er fengnir em
stöku sinnum til að leika undir dansi, þegar mest er við haft.
Málfundir í yngri deild. Yngri deild kýs sér formann og boðar
hún til málfunda út af fyrir sig tvisvar sinnum í mánuði. Er oft
mikið léttara þar yfir umræðum en í skólafélaginu. Þar eru tekin til
umræðu málefni þess eðlis, að hver og einn fær lagt orð í belg og
feimni hamlar ekki eins, þar sem færra er saman komið og fundar-
menn þykjast hafa frjálsari hendur að taka upp hið léttara hjal..