Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 129
Viðar]
LAU GASKÓLI
127
LandafrœSi. 2 st. Kennslubók í landafræði eftir Bjama Sæmundsson,
lesið um ísland, Norðurlönd, Bretlandseyjar og Prakkland.
Náttúrufrœði. 2 st. Plönturnar eftir Stefán Stefánsson, öll bókin.
Heilsufrœði. 2 st. Heilsufræði eftir Steingrím Matthíasson, að Heilsu-
tjón og heilsuverndun. Ýtarleg fræðsla veitt um áhrif áfengis og tóbaks.
Einnig var kennd „hjálp í viðlögum."
Söngfrœði. 1 st. Notuð Almenn söngfræði handa byrjendum í og utan
skóla eftir Sigfús Einarsson.
Reikningur (A og B). 4 st. Reikningsbók eftir Ólaf Danielsson, aftur
að Jöfnur.
Bókmenntir: Pornbókmenntir 2 st. Forníslenzk lestrarbók eftir Guðna
Jónsson. Lesið og skýrt allt óbundið mál; lítið sem ekkert af bundnu
máli. Nýrri bókmenntir (A og B). 1 st. Lesið og skýrt talsvert af
kvæðum frá 19. og 20. öld; allmörg þeirra lærð.
Teikning. 2. st. Fríhendisteikning.
Smíðar. 4 flokkar, 4 st. hálfsmánaðarlega hjá hverjum. Sjá síðar.
Saumar og hannyrðir. 4 st. Sjá síðar.
Leikfimi. Piltar 6 st., stúlkur, saman úr b. d., 4 st.
Sund. 3 st. hjá piltum úr hvorum deildarhluta, 4 st. alls hjá stúlkum
úr b. d. Kennt fyrst og fremst bringusund og baksund, en einnig nokkuð
björgun og skriðsund.
Söngur. Piltar 2 st. Stúlkur 2 st. Blandaður söngur 2 st., saman úr
b. d.
Eldri deild.
íslenzka. Réttritun 1 st. Stuðzt við Réttritunaræfingar eftir Friðrik
Hjartar. Málfræði 2 st. Notuð íslenzk málfræði eftir Björn Guðfinns-
son, farið yfir meginhluta bókarinnar, og íslenzk setningafræði eftir
Björn Guðfinnsson, kennd helztu atriði sjálfrar setningafræðinnar.
Mikið af skriflegum greiningum. Ritgerð 1 st. Athugasemdir og grein-
argerð fyrir leiðréttingum heimastíla, er gerðir voru vikulega.
Danska. 4 st. Danskir leskaflar. Valið hefur Ágúst Sigurðsson. Lesið
bls. 1—211. Lesin málfræðin í I. h. kennslubókar Jóns og Jóhannesar.
Heimastíll einu sinni í viku.
Enska. 3 st. Enska II eftir Eirík Benedikz, lesin öll bókin. Skriflegar
æfingar (réttritun, stílar) einu sinni í viku.
Þjóðskipulagsfrœði. 1 st. fyrra hluta vetrar. Þjóðskipulag íslendinga
eftir Benedikt Björnsson 2. útg. Lesið um 30 bls. aftan af bókinni, með
allmiklum viðaukum frá kennaranum.
Mannkynssaga. 2 st. Mannkynssaga handa unglingum eftir Þorleif
H. Bjarnason, öll bókin.