Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 23
Viðar]
ÞÁTTUR ÚR SÖGU REYKHOLTS
21
sem almennast er, bæ5i að líkamlegu og andlegu atgjörvi,
Þótti unun að hlýða á öll hans prestverk, og búsýslumaður
var hann að sama skapi. Lék honum hér allt í lyndi, fjár-
hagsleg velmegun, virðing og vinsældir. Hann endurreisti
hér fallin hús og jók við nýjum, eftir því sem fénaði fjölg-
aði. í Norðurlandinu byggði hann sauðahús, þar sem engin
voru fyrr. Hann byggði nýja kirkju, sem kallaðist stór og
vegleg eftir hætti þeirrar tíðar. Hún var með timburgöfl-
um og timburþaki, en útveggir úr torfi. Loft var yfir allri
framkirkjunni. Þar voru sæti fyrir unglinga og litilsmetin
vinnuhjú. Um þau sæti var hver og einn sjálfráður, en
öðru máli var að gegna með sætin niðri í kirkjunni. Þar
var hverjum búandi manni í sókninni jafnt konum sem
körlum úthlutað sæti eftir mannvirðingum. Prestur réð
einn þessari sætaskipun og skrifaði nafn hvers sóknar-
barns þar, sem því bar að sitja. Þannig löguð sætaskipun
var þá alþekkt hér á landi og hlýddu henni allir umyrða-
laust. Því var lengi við brugðið, hve Þorsteinn Helgason
hreif hugi sóknarmanna sinna og allra áheyrenda, þegar
hann vígði þessa kirkju, sem hann hafði látið reisa. Væntu
þess þá allir, að þeir mættu lengi búa að þessu óviðjafnan-
lega mikilmenni. Samt fór það á annan veg. Hann fórst
ofan um ís á Reykjadalsá ásamt hesti sínum 7. marz 1839.
Þeim atburðum hef ég nánar lýst í Prestafélagsritinu.
Jónas skáld Hallgrímsson var skólabróðir séra Þorsteins
og aldavinur. Við lát hans orti hann hið fagra og alkunna
kvæði: Hvarmaskúrir, harmurinn sári. Hér í kirkjunni er
spjald með grafletri, sem Reykdælingar gáfu til minja um
séra Þorstein, þann prest, sem þeir hafa mest dáð og
dýrkað. Spjald þetta ber þess vott, að það hefur verið vel
vandað, því að enn er það sem nýtt, þótt það sé nú 93 ára
gamalt.
Eftir fráfall séra Þorsteins fölnaði hinn mesti blómi
staðarins um langt skeið. Þá komu hingað prestar einn
eftir annan, sem voru þá búnir að lifa sitt fegursta, en voru
þó í eðli sínu mætir menn og vel gefnir. Séra Jónas, sem