Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 167
ViðarJ
NÚPSSKÓLI
165
Óskar Priðfinnsson, Kjaransstöðum, V.-ís.
Sigríður Sigurgeirsdóttir, Súðavík, N.-ís.
Óreglulegir nemendur:
Rannveig Þórarinsdóttir. Þernuvík, N.-ís.
Sigurður Jóhannesson, Núpi, V.-ís.
Starfsfólk skólans.
Kennarar eru hinir sömu og s. 1. ár, en stöðvargæzlumaður skól-
ans, Jón Zófóníasson, kennir piltum skósmíði og trésmíði. Ráðs-
kona mötuneytisins var ungfrú Rósa Guðmundsdóttir frá Reykjavík.
Henni til aðstoðar voru ungfrú Valgerður Guðmundsdóttir, Næfranesi
og ungfrú Guðrún Markúsdóttir í Haukadal.
Af hálfu nemenda tóku þátt í umsjón og störfum skólaheimilisins:
Jóhann Guðmundsson, aðalumsjónarmaður, Aðalheiður Sigurðar-
dóttir og Hans Bjarnason (umsjón hreinlætis), Guðrún Guðjónsdóttir
og Ólafur Örnólfsson.
Kennslan hefur verið framkvæmd á svipaðan hátt og undanfarin
ár, með fyrirlestrum, samtölum, skriflegum og munnlegum úrlausnum
verkefna, með stuðningi uppdrátta, mynda og myndavéla, tilrauna-
áhalda og náttúrumuna.
Námsgreinar og nám.
Námsgreinum er skipt þannig á veturna, að tvær greinar náttúru-
fræði eru kenndar annan veturinn, eðlisfræði og dýrafræði, en heilsu-
fræði og jurtafræði hinn. Sömuleiðis skipt á veturna fyrra og síðara
hluta sögu og landafræði o. s. frv. í hinum námsgreinunum, svo sem
reikningi, islenzku og tungumálum, er skipt í deildir hvorn vetur.
Skólastjóri kennir i báðum deildum eðlisfræði tvær stundir á viku,
heilsufræði tvær stundir, þjóðskipulagsfræði eina stund, stafsetningu
tvær stundir og framsögu eina stund. í efri deild íslenzku (stíl) tvær
stundir og piltum bókband sex stundir. í yngri deild reikning fimm
stundir og ensku þrjár stundir.
Eðlisfræði hefur mest verið kennd í fyrirlestrum, af því að náms-
bók á íslenzku skortir tilfinnanlega i þeirri grein. en nemendum.al-
mennt, ekki treystandi til að hafa not útlendra bóka. — Stuðzt hefur
verið við ýmsar útlendar bækur, svo sem Opfindelsemes Bog,
Opfindernes Liv og Naturlære eftir Viktor Borgen o. fl. Svipað má
segja um heilsufræðikennsluna, en þar hefur þó verið lesið jafnframt
Líkams- og heilsufræðiágrip Ásgeirs Blöndals. Nemendur skrifa all-
mikið upp í tímum og fylla í eyður hinnar litlu kennslubókar með því.
í Voss í Noregi kynntist skólastjóri því, að nokkrir nemendanna
flyttu, einn tíma í viku, stutt erindi um einhver hugðarefni sín. Voru
erindi þessi sem vænta mátti æði misjöfn að gæðum og flutningi, en