Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 56
54
ÞÁTTUR UM VETRARÍÞRÓTTIR
[Viðar
mjög þýðingarmikið, að menn séu í þessari íþrótt sem öðr-
um, liðugir, mjúkir, áræðnir og þolinmóðir, eigi að nást
árangur.
Það má sjá það á sögunni, að þessi íþrótt hefur verið
mjög vinsæl og í hávegum höfð. Er það eflaust því að
þakka, að þetta var íþrótt, sem margt hafði til síns ágætis.
Má þar til nefna, að hún var æfinlega háð undir beru lofti,
í heiðríkju og stillum. Svo geta flestir tekið þátt í henni
bæði ungir og fullorðnir, lyft sér upp, teygað að sér heil-
næmt loft o. s. frv. Svo má ekki gleyma því, hversu geysi-
lega mikla þýðingu það hefur haft fyrir unglingana að
geta stundað slíka íþrótt. Hún hefur gert þá glaðari, hress-
ari og stæltari.
Eins og fyrr er sagt, er álitið, að skíðafar eigi rót sína að
rekja til fótskriðunnar eins og skautarnir. Þetta þykir mjög
sennilegt, þar sem menn lærðu fyrst að renna sér á þann
hátt, sem áður er lýst. Elztu heimildir um skíðafar á Norð-
urlöndum, er þjóðarheitið Skrið-Finnar. Þeir bjuggu, sem
kunnugt er, á norður- og vesturkjálkum álfunnar, í því
mikla vetrarríki. Nafnið á þessum þjóðflokki er talið „bar-
bariskt" sem er norrænt orð og þýðir að stökkva. Þessi
þjóðflokkur hafði á undan öðrum lært að notfæra sér snjó-
inn í stað þess að láta hann verða sér að farartálma. Hann
gerði auðveldari atvinnu þeirra og samgöngur.
Þessir Skrið-Finnar ferðuðust löngum á heiðum uppi, þar
sem snjókingi var mikið. Þeir höfðu lært að fleyta sér ofan
á snjónum með því að binda neðan á fætur sér fágaðar
fjalir (skíði). Þannig náðu þeir miklum hraða. Voru þeir
svo fráir á þeim, að engin villidýr höfðu við þeim. Þeir
kunnu mjög vel á skíðum. Gátu þeir á skíðum sínum sneitt
hæstu fjallshlíðar. Veiðiþjóð var þetta mikil og þurfti hún
því eðlilega að ferðast mikið. Kom það sér þá vel að vera
fær á skíðum. Snorri goði segir einhvers staðar um Skrið-
Finna, að þeir séu svo hraðir á skíðum, að enginn geti
forðazt þá, hvorki menn né dýr. — Þeir séu svo bogfimir,
að þeir missi aldrei marks. Líklegt er talið, að Norðmenn