Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 35
Viðar]
GUNNHILDUR STEINSDÓTTIR
33
að sá vöxtur yrði til sem mestra heilla. Hér í Núpsskóla var
Gunnhildur veturinn 1928—29. Fékk hún frábæran vitnis-
burð kennaranna, enda sameinaði hún alúð við skyldu-
störfin og óvenju ljúfa og prúðmannlega umgengni við
stjórnendur og félaga. Ávann hún sér því virðingu og
elsku umhverfis síns og eru slíkir nemendur til mikillar
fegrunar skólalífi. í Danmörku var Gunnhildur 1929—30
við nám í hússtjórnarskóla. Hún taldi, að sú dvöl hefði
orðið sér til mikils gagns, einkum hvað nákvæmni snerti
í vinnubrögðum, stundvísi og skyldurækt. Mörg stúlkan
hefði nú látið staðar numið á námsbrautinni. En 1933 sezt
Gunnhildur í Kennaraskólann. Útskrifaðist hún þaðan
árið 1935. Var hún nú um eins vetrar skeið við barna-
kennslu. Þeir, sem unnu með Gunnhildi telja, að það hafi
verið sér skóli, þótt hún væri ekki margmál. Hún kom
þeim, sem með henni voru, til nokkurs þroska á annan
hátt, með fordæmi sínu. Gunnhildur hefði orðið góður
barnakennari. Skapgerðin var í senn hlý og föst. En hún
óskaði starfs, þar sem saman gátu farið afköst hugar og
handa, meir en kerfi barnaskólanna leyfði. Hún gerist
nú kennari við Húsmæðraskóla ísafjarðar haustið 1936.
Gegndi hún þar starfi til hinztu stundar, má segja. Er-
lendis var hún sumarið 1939, enn í þeim tilgangi, að hún
yrði sem bezt starfi sínu vaxin. ísfirðingar eru á einu
máli um, að fráfall Gunnhildar hafi verið skólanum mjög
þungbært og þarf naumast að leiða fram vitni því til
sönnunar. Þeir, sem þekktu Gunnhildi og vissu, hvern
undirbúning hún hafði hlotið til starfs síns, vissu einnig,
að hún var ágætur kennari.
Það er einkum eitt, sem veldur því, að ég tel Núpsskóla
hamningjusaman að hafa átt Gunnhildi Steinsdóttur að
nemanda og hana þess verða, að Viðar helgi henni nokk-
urt rúm: menntaþrá hennar. Hún var sífellt að læra og
taldi hún undirbúning sinn aldrei nógu langt kominn.
Bjarni skáld Thorarensen talar oft í erfiljóðum sínum um
það, sem mönnum er meðfætt. Hann er þeirrar trúar, að
3