Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 84
82
EIÐASKÓLI
[Viðar
mál, tugabrot, almenn brot, brotabrot, þríliða, prósentureikningur og
byrjað á flatarmálsreikningi.
Sex heimadæmi úr öðrum bókum voru sett fyrir undir hvern reikn-
ingstíma. E.d. Sama bók. Farið var yfir félagsreikning, keðjureglu,
jöfnur með einni og tveimur óþekktum stæröum, flatarmál og rúm-
mál. — Þrjú—sex dæmi úr öðrum bókum voru sett fyrir undir hvern
reikningstíma. Sama var lesið síðari veturinn, þó öllu skemmra í y.d.
Eðlisfrœði.
E.d. Lesin bókin: Fysik for Mellemskoler eftir Th. Sundorph. Farið
yfir kaflana um loft, vökva, hita, segulafl, rafmagn, hreyfingu, afl og
hljóð.
Síðari veturinn var lesið sama, nema að sleppt var köflunum um
afl og hreyfingu, en lesið um ljósið í staðinn.
Grasafrœði.
Y.d. Lesnar Plönturnar III. útg. frá bls. 24 til 134 og það efni tekið
til prófs. = l
Auk þess var lesið um ýmsar hinar merkari plöntuættir og tegundir
og leiðbeint um nafngreiningu og söfnun plantna.
Dýrafrœði.
E. d. Lesin Dýrafræði Bjarna Sæmundssonar öll bókin, nema kafl-
arnir um froskdýr og skriðdýr. Einkum var lögð áherzla á að kynna
fyrir nemendum íslenzk dýr, villt og tamin og þróun þeirra.
Lesið sama síðari veturinn.
Heilsufræði.
Y. d. Heilsufræði Steingríms Matthíassonar var lesin. Fyrri hlutinn
var lærður mestallur og úr síðari hlutanum kaflarnir: Matur og
drykkur og Eitur og nautnalyf.
Landafræði og jarðeðlisfrœði.
Y. d. Lesin var landafræði Bjarna Sæmundssonar. Lesið var um
ísland og Norðurlönd. Nokkur erindi flutt í jarðsögu, jarðeðlisfræði
og um myndun íslands og æfi.
E. d. Sama bók lögð til grundvallar. Kennt var um Evrópu, nema
Norðurlönd svo og útálfurnar.
Félagsfrœði.
Kennslubók eftir Benedikt Björnsson, 2. útg., var lögð til grund-