Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 50
48
LANDVARNARMAÐUR í HRÚTAFIRÐI
[Viffar
Mér þótti sem fyrr gott að hlýða á tal hins þróttmikla
og áhugasama skólamanns. Hann gneistaði af fjöri og
heilbrigði. Hann elskaði starf sitt og heimili, trúði á land
sitt og þjóð og á sjálfan sig.
„Hið unga ísland,“ hugsaði ég, „það ert þú og þínir
líkar.“
Svo kom styrjöldin. Hún kom utan yfir hafið grá yfir-
litum og virti engin landamæri, heldur kom alla leið
norður í Hrútafjörð. Það komu hermenn heim til Guð-
mundar Gíslasonar á Reykjum og sögðust hafa þörf fyrir
skólann hans í baráttunni gegn kúgun og villimennsku.
Svo þustu þeir að úr öllum áttum, vopnaðir menn og her-
klæddir, á stríðsvögnum, sem voru málaðir felulitum, svo
að óvinurinn kæmi síður auga á þá úr lofti.
Skólastjórinn horfði á þá þögull úr gluggum íbúðar
sinnar, hvar þeir þöktu hin breiðu hlöð furðulega útlít-
andi stríðsvélum, hvar þeir hófu að reisa herbúðir á leik-
vangi nemenda hans, hvar þeir lögðu undir járnaða hæla
sína kennslustofur þeirra, svefnherbergi, stiga, ganga og
íþróttasal og steyptu sér nöktum í sundlaugina til þess
að þvo af sér rykið. Menntasetrið hans var á svipstundu
breytt í mikilvæga hernaðarbækistöð, það var hernumið.
Síðastliðið sumar var ég á ferðalagi um Húnavatnssýslu
og frétti þá, að Guðmundur Gíslason ætti enn heima í
Reykjaskóla, enda þótt kennsla hefði engin átt sér þar
stað veturinn áður og hermönnum og hermannaskálum
virtist fara þar sífjölgandi. Mér gafst þá enn tækifæri til
þess að heimsækja minn gamla vin og kennara og dvaldi
þá hjá honum í tvo daga.
Hér var allt með framandi svip, utan hann sjálfur og
íbúðin hans.
„Og þú ert hér aleinn,“ sagði ég, „Ekkert nema Bretar
og aftur Bretar í kringum þig.“
„Já,“ svaraði hann. „Konan mín er í sumarleyfi austur
á Laugarvatni með báðar telpurnar, en Böðvar litli er
austur í Vatnsdal. Þær koma nú bráðum aftur. En hann, —