Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 21
Viðar]
ÞÁTTUR ÚR SÖGU REYKHOLTS
lð
verið í Borgarfirði á 18. öldinni. Það var allt í senn: veizlu-
fagnaður, búnaðarnámskeið og íþróttamót. Hvatningaræð-
ur Eggerts um það að elska ísland og nota sér hin mörgu
gæði þess liðu gestum hans ekki úr minni alla æfi. Veizlan
stóð frá föstudegi til mánudags. Síðasti veizludagurinn
varð minnilegastur, af því að þá hélt Eggert ræðu í Sturl-
ungareit hér í kirkjugarðinum og talaði hvatningarorð
til bændanna og skoraði á þá að hagnýta hina hollu inn-
lendu fæðu og auka innlendan iðnað. Var að síðustu drukk-
ið bændaminni þar í kirkjugarðinum, og taldi Eggert sér
það vegsauka að eiga það í vændum, að heita íslenzkur
bóndi. Drykkinn blandaði hann sjálfur af íslenzkum jurt-
um. Minnilegri og áhrifaríkari hefur þessi veizla orðið
sökum þess, að Eggert átti aðeins fáa mánuði ólifaða.
Yngstur veizlugesta Eggerts var Jakob Snorrason, afi
minn. Hann reið hingað með föður sínum þá ellefu ára
gamall. Mundi hann glöggt alla atburði úr þessari veizlu
og sagði þá föður mínum.
Ég vona, að það gleymist engum, sem skrifar sögu Reyk-
holts, að geta þar Eggerts Ólafssonar. Þess manns, sem
lang fremst stóð á 18. öldinni í því að vekja íslendinga til
þess að meta fegurð landsins og kenna þeim að hagnýta
þau mörgu gæði, sem hér felast í skauti jarðarinnar, sam-
fara guðsótta og góðum siðum. Kenningar Eggerts eru enn
í fullu gildi, og ættu að verða það fyrir alda og óborna.
Eiríkur prestur Reykdal fékk Reykholt eftir lát séra
Þorleifs. Hann var bróðursonur Finns biskups. Hann var
hinn síðasti prestur, sem hér hefur verið af hinni gömlu
og góðu Reykhyltingaætt. Ekki þekki ég neina frásagna-
verða atburði, sem hér hafa gerzt á prestskaparárum hans.
Hann sótti héðan um Stafholt 1808 og dó þar ári síðar.
Það er eftirtektarvert, að frá því rétt eftir siðaskipti og
til loka 18. aldar, eða á þriðju öld, eru hér aðeins átta
prestar. Þær orsakir liggja til þess, hvað fáir prestar eru
hér á þessu tímabili, að ungir synir taka aftur og aftur
2*