Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 58
56
ÞÁTTUR UM VETRARÍÞRÓTTIR
[Viðar
aukast fyrir íþróttinni. Það er álitið, að Eggert Ólafsson
hafi átt töluverðan þátt í því óbeinlínis, að stjórnin gerði
þessa til skipan. Hann var að sönnu fallinn frá þá, en
eins og allir vita, barðist Eggert af alefli í ritum sínum
fyrir því, að þjóðin héldi við gömlum og góðum þjóð-
háttum. Fornmenn lögðu ekki einungis stund á skíðafar
vegna beinnar nytsemdar, heldur æfðu þeir það einnig,
sem sjálfsagða íþrótt. Skíðaíþróttin eins og skautaíþróttin
var mjög í hávegum höfð, og talin með allra göfugustu
íþróttum, sem menn lærðu. Má segja, að hún hafi verið
og sé enn „íþrótt íþróttanna". Til þess að geta verið góður
skíðamaður þarf kjark og karlmennsku, karlmennsku, sem
aldrei má bresta. Það hlýtur að vera mikil áreynsla að
renna sér niður ósléttar fjallshlíðar.
Títt mun það hafa verið á Norðurlöndum, að menn fóru
að sýna skíðaíþróttina fyrir áhorfendur, og eins voru hald-
in mót og þeir verðlaunaðir, sem beztir voru. Þetta mun
hafa verið svo frá fornu fari hjá Norðurlandaþjóðunum.
Hvergi er þess getið, að þeir, sem kepptu á þessum mótum,
hafi neitt gert að því að stökkva eins og nú tíðkast mikið.
Þess er heldur ekki getið, að skíðafar komi við hernaðar-
sögu Norðurlandaþjóða, þótt skíðafar væri mikið iðkað,
fyrr en um 1700. Eru það aðeins norskar og sænskar her-
sveitir, sem kunnugt er um. En hins vegar var það algengt,
að sendimenn og njósnarar færu á skíðum milli höfð-
ingja á veturna, þegar snjóar voru miklir, og má aðeins
nefna dæmi. Var Sigtryggur snarfari og Haraldur hrað-
fari einatt í slíkum ferðalögum. En þeir voru manna létt-
astir á fæti og á skíðum, eftir því sem sögur herma.
Litlum breytingum munu skiðin hafa tekið frá fyrstu
tíð. Má marka það á þeim skíðum, sem fundizt hafa á
Norðurlöndum ekki alls fyrir löngu. Þessi skíði, sem fund-
izt hafa, eru mjög gömul (2500 ára). Má sjá af myndum af
þeim, að þau líkjast mjög gerð skíða nú á dögum.
Dr. Björn Bjarnason frá Víðfirði lýsir skíðum forn-
manna á þessa leið: „að það séu 3—5 álna langar og 4—5