Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 44
[Viðar
Ólafur H. Kristjánsson:
Gengið á Glámu.
Hinn 30. marz, kl. 4 að morgni, lögðum við af stað 15
Núpverjar, 7 stúlkur og 8 piltar, áleiðis til Glámu. Sólskin
og heiðríkja undanfarinna daga hafði vakið þá von hjá
okkur að geta litið yfir Vestfirði alla af einum sjónar-
hóli, og bezti sjónarhóllinn var Gláma, drottning meðal
Vestfirzkra fjalla.
Frá Núpi inn í botn Dýrafjarðar eru rúmir 20 km. Þá
leið fórum við á vélbáti. Sóttist ferðin vel, fjörðurinn var
spegilsléttur og yfir honum hvelfdist alstirndur himinn-
inn og boðaði að framundan væri sólbjartur, yndislegur
dagur.
Albjart var orðið, þegar við komum móts við innstu
byggðu bæi í Dýrafirði, en það er Lambadalur að norðan
og Kjaransstaðir að sunnan. Nokkurn spöl innan við
Lambadal gengur eyri fram í fjörðinn, er Vatnseyri heitir.
Þar var þing háð til forna, sem þekkt er úr Gísla sögu
Súrssonar. Margir staðir, sem tengdir eru Gísla sögu, eru
við Dýrafjörð, en þeir eru flestir utar, svo að ekki var
tækifæri til að skoða þá í þessari ferð.
Eftir rúmlega þriggja stunda ferð lentum við inn í botni
fjarðarins. Þar var sól þegar á lofti. Við fjarðarbotninn
er eyðibýlið Botn. Þar hefur Kaupfélag Dýrfirðinga hafizt
handa með ræktun, enda er þar allmikið land gott til
ræktunar. Búsældarlegt er í Botni, dalurinn vaxinn skógi
einkum í norðurhlíðunum. Björkin er þar yfirgnæfandi,
en nokkuð er þar af víði og á einstöku stað sáum við
grænar einihríslur teygja greinar sínar upp milli bjark-
anna. Lágur og kræklóttur er skógur þessi, en einhvern-
tíma hefur hann staðið í meiri blóma. Báru þess vott trjá-