Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 29
Viðar
EIÐASKÓLI TUTTUGU ÁRA
27
hann var alþýðuskólinn á Eiðum, sem hóf starf sitt þetta
haust.
Nýjar hæðir — nýjar lægðir — ný vonbrigði. — Þannig
gekk það enn um stund, en loksins — loksins blasti við
okkur sýn, sem ég mun seint gleyma, því að hún var mér,
heimaalningnum, eins og einhver opinberun. Ég vil segja,
að ég hafi þarna séð táknræna mynd af þessari stofnun
og starfi hennar fyrir unga fólkið.
Út úr myrkrinu kom myndarleg húsaþyrping með upp-
ljómuðum gluggum, sem vörpuðu birtu sinni út í þetta
þungbúna nóvemberkvöld. Mér hefur aldrei á neinum
ókunnum stað mætt hlýlegri áfangastaður. Þetta var al-
þýðuskólinn á Eiðum.
Birtan úr gluggunum lofaði ekki meiru en hún gat efnt.
Inni var bjart og hlýtt. Þannig lifir endurminningin um
tveggja vetra dvöl í þessum skóla í hug mínum, þrátt fyrir
allt, og eftir tuttugu löng og breytileg ár, er ekki laust við,
að ég kenni saknaðar, er ég minnist veru minnar þarna.
Ég er þess fullviss, að ég á þessari stofnun mikið að þakka.
Ef það gæti orðið þeim til einhverrar uppörvunar, sem fást
við að ala upp og fræða ungt fólk í skólum landsins, get
ég með sanni sagt, að ljósið úr gluggunum á Eiðum lýsir
mér enn þann dag í dag.
Það væri gaman að geta sagt sögu Eiðaskóla í þessi tutt-
ugu ár, sem hann hefur starfað sem alþýðuskóli, en til
þess brestur mig bæði tíma og heimildir. Ég get þó ekki
stillt mig um að rifja upp örfá atriði frá þessum tveimur
fyrstu frumbýlingsárum hans.
Eins og kunnugt er, hafði starfað þarna bændaskóli um
alllangt skeið. Þrátt fyrir það mátti þó segja, að lítið af
þeim þægindum og tækjum, sem nútímaskóli krefst, væru
þarna fyrir hendi. Skólahúsið sjálft var að vísu allstórt og
myndarlegt, en þó fór svo, að undir eins fyrstu veturna
reyndist það oflítið, svo að búa þurfti um nemendur bæði
í hinu gamla skólahúsi, sem þó var íbúðarhús bústjóra, og
einnig í húsi Ræktunarfélags Austurlands, þar skammt