Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 75
Viðar]
FJALLKONAN
73
Drottning, nú ertu aftur frjáls.
Þin ánauð og kúgun er leidd til báls.
Nú höldum vér, börnin þín vörð um þitt veldi
Nú verða ekki daglaunin heimtuð að kveldi.
en fáninn þinn litsterki hafinn að hún
á hafsins strönd, upp á fjallsins brún.
Vér biðjum þú viljir oss blessun krýna;
vér búum til gimsteina í kórónu þína.
Allt vort starf skal þar endurskína.
Brúðurin: (Ávarpar Fjallkönuna)
Kæra drottning.
Ég krýp þér í lotning.
(Lýtur henni).
í hamingju og tryggð
skal hafin vor byggð.
Sé þín blessun veitt
þekkist böl ei neitt.
Um síðkvöldin hljóð
gegnum söng og ljóð
skal óma þín saga
Fjallkonan:
Kæru börn, sem biðjið um náð,
ég blessa og helga ykkar ráð.
Mín þjóð hefur vaknað, vaknað af dvala.
hennar víkingslund hóf loksins að tala
og kvaddi sér hljéðs yfir hauður og höf
og heimtaði frelsið, því vöggugjöf
hinnar íslenzku þjóðar er feðranna frelsi,
hún er fædd til að vitna gegn þrælanna helsi.
Hennar líf, það er fléttað við ferðanna arf,
feðranna minningu, hugsjónir, starf.
Og ég heiti á þig á heiðursdegi,
að þú heiðrir þann arf, en glatir eigi.
Og ennþá er landið jafn fagurt og frítt,
frostin styrkjandi, sumarið blítt,
fossinn hvítur og fjallið hátt,
fönnin glitrandi, heiðloftið blátt.
Enn er að gerast hér sama saga,
sama fólks og í gamla daga.
Og feðranna tunga er þitt móðurmál,
máttur þinn hálfur og öll þín sál.
um alla daga.
Með hlýrri hönd
um þín hrjósturlönd
skal hlúð að blómum
og helgum dómum.
Við hin fornu vé,
við þín móðurkné
skulu börn þín læra
þér bænir að færa.