Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 178
176
REYKHOLTSSKÓLI
[Viðar
45. Sæmundur Hermannsson, Yzta-Mói, Skag.
46. Sævaldur Sigurjónsson, Siglufirði.
47. Theódóra Baldurs, Blönduós, A.-Hún.
48. Unnur Þórðardóttir, Reykjavík.
49. Valgarður Frímann, Reykholti, Borg.
50. Valgerður Bjarnadóttir, Efri-Mýrum. N.-Hún.
51. Vilhjálmur Guðmundsson, Nefsstöðum, Skag.
52. Þorsteinn Gunnar Williamsson, Ólafsfirði, Eyf,
Smlðadeild.
1. Alexander Kárason, Haga, Snæf.
2. Baldur Sigurðsson, Kollslæk, Borg.
3. Guðbjartur Gestur Andrésson, Hamri, Barðastr.
4. Kristleifur Jóhannesson, Sturlu-Reykjum, Borg.
5. Sigurður Geirsson, Vilmundarstöðum, Borg.
6. Þorsteinn Guðbjörnsson, Rauðsgili, Borg.
7. Þorsteinn Pálsson, Steindórsstöðum, Borg.
Starfslið skólans.
Á því urðu engar breytingar á árinu aðrar en þær, að við forstöðu
hinnar nýstofnuðu smíðadeildar tók Guðmundur Frímann, húsgagna-
smíðameistari frá Akureyri. Forstöðu mötuneytisins höfðu þeir á
hendi Ágúst Eiríksson og Guttormur Óskarsson.
Námsgreinar og námsbœkur.
í almennu deildum skólans urðu engar breytingar á námsbókum
og námsgreinum aðrar en þær, að enn var handavinnukennsla aukin
nokkuð, og einnig kennsla í íslenzku og bókfærslu. Hætt var við
enskunámsbók Boga Ólafssonar, en í hennar stað tekin bók Önnu
Bjarnadóttur. í stað veraldarsögu Wells var notað Ágrip af mann-
kynssögu eftir Ólaf Hansson.
í smíðadeildinni er nær eingöngu verklegt nám. Teikning var
kennd þrjár stundir á viku og reikningur tvær stundir. Að öðru
leyti smíðuðu nemendur fyrir sig eða skólann, eftir því, sem efni
stóðu til. Starfstími þeirra var frá kl. 8 að morgni til kl. 7 að kvöldi.
Auk matar- og kaffihlés höfðu þeir hlé einn tíma á dag, sem þeir
máttu verja annaðhvort til leikfimi- og sundnáms með nemendum
skólans, eða til útivistar þann tíma, sem til þess var ætlaður. Smíð-
uðu nemendur ýmsa muni bæði fyrir sig og aðra, svo sem skrifborð,
dagstofuskápa, klæðaskápa, stóla og borð af ýmsum gerðum.
Auk þess unnu þeir að innréttingu smíðahússins og bókageymslu
skólans og smíðuðu með kennaranum húsgögn í lestrarsal og bóka-
geymslu.