Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 22
20
ÞÁTTUR ÚR SÖGU REYKHOLTS
tViðar
við af öldruðum feðrum og þess utan var ættin hraust og
þróttmikil.
Á 19. öldinni fara prestaskipti að verða hér tíðari. Þá
jukust tekjur prestanna mikið frá því, sem var um þær
mundir, er Húsafellsprestakall lagðist niður. Um þetta
leyti stoðaði ekki fyrir ungan og óreyndan prest að sækja
um Reykholt nema því aðeins, að hann hefði útskrifast
með lofi úr Hafnarháskóla. Einir tveir af níu 19. aldar
prestum Reykholts hlutu þá frægð, að útskrifast úr Hafn-
arháskóla með hárri einkunn, og vígjast til Reykholts.
Það voru þeir Þorsteinn Helgason og Þórhallur Bjarnason
síðar biskup.
í Prestafélagsritið hef ég skrifað um Reykholtspresta
bæði ætt þeirra og uppruna og lýst þeim að nokkru. Get
ég nú ekki alveg sneitt hjá því að fara hér nokkuð inn á
sama efni, þótt flestu verði sleppt, sem þar er skráð. Ég
skal þá sérstaklega minnast þeirra, sem hæst bar á, en
það voru þeir Þorsteinn Helgason, dáinn 1839, Þórður
Þórðarson, dáinn 1884, Þórhallur Bjarnason, síðar biskup,
og Guðmundur Helgason frá Birtingaholti. En allra þess-
ara níu presta 19. aldarinnar verð ég að láta að nokkru
getið.
Nefni ég þá fyrst séra Eggert Guðmundsson, sem fékk
Reykholt við brottför séra Eiríks Reykdals, en var áður
prestur að Gilsbakka. Hann var búhcldur góður og vel
fjáður. Hann var orðlagður hestamaður og var hrossakyni
hans lengi viðbrugðið. En sem prestur og kennimaður var
hann ekki talinn nema í meðallagi. Og betur þótti hann
hlynna að eigin fjárhag en kirkjunnar og staðarins. Séra
Eggert var hinn gjörvilegasti maður og sömuleiðis kona
hans, Guðrún Bogadóttir úr Hrappsey. Eru miklar ættir
frá þeim komnar. Séra Eggert dó í Reykholti 1832.
Eftir lát séra Eggerts var séra Þorsteini Helgasyni veitt
Reykholt. Hann kom til staðarins 1833, nývígður og ný-
kvæntur. Kona hans var Sigríður Pálsdóttir sýslumanns
Guðmundssonar. Séra Þorsteinn þótti mjög bera frá því,